„Gagnslausar“ Euro 7 reglur

Tavares, forstjóri Stellantis, segir að Euro 7 reglur um útblástur séu „út í hött“

Hertari staðlar myndu beina fjármagni frá því að skipta yfir í rafbíla, sagði Tavares, þó að hann hrósaði ákvæðum til að takmarka agnir frá dekkjum og bremsum.

Forstjóri Stellantis, Carlos Tavares, sagði að hert losunartakmörk fyrir mengunarefni eins og köfnunarefnisoxíð og kolmónoxíð í fyrirhuguðum Euro 7 stöðlum séu „gagnslausar“ og andstæðar tilgangi á sama tíma og bílaiðnaðurinn á í erfiðleikum með að framleiða rafbíla á viðráðanlegu verði.

„Losunarhluti brunavéla er eitthvað sem er bara ekkert vit í.“

Tavares hefur áður gagnrýnt Euro 7 staðlana sem sóun á tíma og peningum, þar sem þeir myndu krefjast þess að bílaframleiðendur fjárfestu í hvarfakútum og agnassíum, sem og rafeindastýringu til að draga úr losun í gerðum jarðefnaeldsneytis sem Evrópusambandið hyggst jafnframt banna frá og með 2035.

Tavares hrósaði hins vegar tillögum Euro 7 varðandi agnir úr bremsuklossum og dekkjum.

Eftirlitsaðilar segja að takmörkun mengunarefna eins og köfnunarefnisoxíðs gæti bjargað þúsundum mannslífa í framtíðinni; árið 2035, segir ESB, munu Euro 7 reglugerðir draga úr losun NOx fólksbíla og sendibíla um 35 prósent og um 56 prósent fyrir rútur og vörubíla. Bremsuagnir verða skornar niður um 27 prósent.

(Reuters - Peter Sigal Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is