Rafbíladagar Opel

Rafbílasýning Opel að Bíldshöfða 8 laugardaginn 18. febrúar

Nú í febrúar efnir Brimborg til rafbíladaga Opel og af því tilefni verður Opel rafbílasýning laugardaginn 18. febrúar í Opel salnum að Bíldshöfða 8, Reykjavík.

Brimborg  býður úrval rafmagnaðra Opel fólks- og sendibíla með 7 ára ábyrgð á bíl og 8 ára ábyrgð á drifrafhlöðu.

Opel rafbílarnir bjóða uppá framúrskarandi drægni, góðan hleðsluhraða, fjarstýrða forhitun og ríkulegan búnað.

image

Opel Corsa-e

Opel er þýskt gæða bílamerki sem vert er að kynna sér. Bílaframleiðandinn leggur einbeitta áherslu á þróun rafmagnaðra bíla með djarfri, stílhreinni, samtímahönnun.

image

Opel Mokka-e

„Við fengum Opel umboðið til Brimborgar á síðasta ári og teljum Opel rafbíla eiga heilmikið erindi á íslenska rafbílamarkaðinn.

SPENNANDI TILBOÐ Á  RAFBÍLADÖGUM

Á rafbíladögum Opel verða tilboð á völdum rafmögnuðum bílum og á búnaði tengdum rafbílum svo sem á hleðslustöðvum og hleðsluköplum.

(fréttatilkynning frá Brimborg)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is