Nýr Polestar 4 sást í léttum felulitum

Fjórða sérsniðna Polestar gerðin verður meðalstór sportjepplingur, í stærð fyrir neðan Polestar 3 sem er í efsta sæti.

Njósnaljósmyndarar Auto Express náðu mynd af nýjum Polestar 4 prófunum í akstri, sem bendir til þess að full afhjúpun gæti orðið á þessu ári.

Polestar 4 verður meðalstór sportjepplingur sem keppir við bíla eins og væntanlega Porsche Macan EV, Tesla Model Y og Mercedes EQC.

Þessar nýjustu njósnamyndir gefa okkur bestu sýn til þessa á útliti Polestar 4 hingað til á. Eins og við var að búast mun hann hafa fullt af útlitseinkennum sem sést hafa á öðrum Polestar-bílum þar sem fyrirtækið lítur út fyrir að vera að skapa auðþekkjanlegt hönnunarútlit á öllu sínu framboði.

image

Polestar 4 (að vísu enn í felulitum) – en gefur góða hugmynd um útlitið að framan

Heildarprófíllinn er mun sléttari en Polestar 3 og forstjóri Polestar, Thomas Ingenlath, hefur áður tjáð sig um hönnunina og sagt að: „Þessi bíll er aðeins minni, en við þurfum ekki að gefa mikið eftir í innra rými.

Samverkunin af því að sitja í mjög sportlegu farþegarými en miklu ofar frá jörðu,  færir þér tilfinningu um að þú hafir betri yfirsýn.

Ég held að þessi hugmynd verði mjög áhugaverð fyrir framtíðarsportjeppa“.

image

Polestar 4 (í felulitun) – hér sést vel að þessi væntanlegi sportjeppi er með coupé-lögun á yfirbyggingu.

Hurðarhandföng sem falla slétt að, sem ættu að hjálpa til við að draga úr loftmótstöðu og að aftan er hallandi þaklína sem gefur 4-bílnum lögun coupe-sportjeppa.

Við erum með okkar eigin aflrás af bestu gerð sem við útfærum á mismunandi grunni.

Við höfum okkar hugmyndir um það hversu miklu afli grunnurinn á að skila á veginum“, útskýrði hann.

(frétt og myndir á vef Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is