Minni sportjeppar styrkja stöðu sína í Evrópu

Litlir sportjeppar auka forskot yfir litla bíla; rafbílar auka hlutdeild í lykilstærðarflokkum

Undir forystu VW, Dacia og Peugeot seldust litlir sportjeppar í 1,89 milljónum eintaka árið 2022 á meðan rafbílar frá Tesla, Fiat og Mercedes héldu áfram að hjálpa jepplinga flokknum að ná markaðshlutdeild.

Litli jepplingurinn styrkti leiðandi stöðu sína á markaði í Evrópu árið 2022 og jók forskot sitt á litla bíla, sýna nýjar tölur á vef Automotive News Europe.

image

VW T-Roc litli sportjepplingurinn var í fyrsta sæti í sölu í sínum stærðarflokki Evrópu á síðasta ári.

Bíllinn sem var söluhæstur er VW T-Roc, og kom fyrir ofan Dacia Duster. Litlu sportjepparnir enduðu í 3. og 9. sæti, í sömu röð, á lista yfir heildarsölu á eftir gerðum í Evrópu á síðasta ári.

Stærstu stærðarflokkarnir í Evrópu

image

Smábílahlutinn lækkaði á sama tíma um 13 prósent í 1,63 milljónir seldra bíla þegar bílaframleiðendur beindu athygli sinni að arðbærari gerðum.

Peugeot 208 sem er í fararbroddi í sínum flokki var ein fárra tegunda sem jók sölu á heilu ári, sem hjálpaði honum að taka fram úr VW Golf og verða mest seldi bíll Evrópu í ferlinu.

Samt sem áður var sölusamdráttur á næstum öllum öðrum gerðum í smábílaflokknum, en Renault Clio sem er í fimmta sæti, tapaði meira en 50.000 sölum miðað við árið áður.

image

Tesla Model Y var söluhæsti bíllinn í úrvalsflokki í Evrópu á síðasta ári. Mynd: BLOOMBERG.

Keyrt áfram af rafbílum

Sala á rafbílum var á bak við mestu aukningu í stærðarflokki á árinu.

Mikil aukning

Stærðarflokkar í Evrópu með mestu prósentuaukningu í sölu á síðasta ári

image

Annar rafbíll sem hjálpaði til við að efla stærðarflokkinn var Audi Q4 E-tron, sem var númer 2 í sölu rafbíla í flokknum með 28.796 selda bíla, sem er 56 prósenta aukning frá árinu áður.

Sala á Porsche Taycan sem þar er fremstur í flokki hélt áfram að aukast og Mercedes EQS með fullri rafknúinni drifrás fór í þriðja sætið, rétt á eftir hefðbundnari systkini sínu, S-Class.

Einnig bættust í flokkinn á síðasta ári BMW i7, Nio ET7 og Lucid Air.

Hjá litlum bílum var rafmagnshlutfallið aðeins 7 prósent á meðan millistórir voru hærri eða 17 prósent, fremstur af VW ID3 og þar á eftir Kia Niro og Renault Megane E-Tech.

Meðal ódýrra flokka er smábílaflokkurinn áfram áberandi fyrir rafbíla með 27% hlutdeild vegna vaxandi sölu á Fiat New 500, 49% aukning í 66.260 selda bíla og Dacia Spring, 76% upp í 48.540 seld eintök.

Svona er breytingin

Stærðarflokkur stærri bíla eru í fararbroddi breytinga yfir í fullrafmagnaða drifrás

image

Aðalinngangur rafbíla fyrir almenna bílaframleiðendur er áfram meðalstærðar sportjepplingurinn, sem gerir þeim kleift að selja fleiri slíka bíla á heimsvísu.

Bensín var áfram sigurvegari aflrásar í Evrópu með 47 prósent af sölu á svæðinu á síðasta ári, undir forystu VW T-Roc.

Dísil er nú 18 prósent af sölu, með VW Tiguan sportjeppann á toppnum. VW Group gerðir náðu sjö af 10 efstu dísilsætunum, en Peugeot fékk hina þrjá.

Leiðandi drifrásir

image

(Nick Gibbs – Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is