Uppfærsla á Mercedes GLE

Andlitslyfting á GLE uppfærir sportjeppann og Coupe sportjeppann fyrir árið 2023

Breytingar þvert á línuna heldur Mercedes GLE bílunum betur uppfærðum í harðri samkeppni meðal dýarir gerða sportjeppa

Mercedes GLE er að fá endurnýjun.

Í framhaldi af nýja GLC og á undan uppfærða GLS sem væntanleg er síðar á þessu ári hefur GLE fengið röð af uppfærslum til að hjálpa honum í baráttunni gegn öðrum hágæða stærri sportjeppum.

Nýju GLE gerðirnar eru væntanlegar til söluaðila frá og með júlí 2023.

MBUX upplýsinga- og afþreyingarkerfið státar nú af endurbótum og Mercedes hefur gert ráðstafanir til að bæta hæfni í torfærum og dráttargetu með nýrri tækni.

image

Breytingar í hönnun

Andlitslyfting væri ekki andlitslyfting án þess að fikta í stuðara, grilli og framljósum, svo Mercedes hefur bætt við krómi á grillið, endurmótað framstuðarann og breytt ljósabúnaði á staðalgerð LED aðalljósa.

image

Afturljósin fá einnig nýtt útlit og á GLE Coupe gerðum hefur AMG Line ytra byrði verið gert að staðalbúnaði með dýpri stuðara, demantsgrillimynstri og breiðari hjólaskálum.

Að innan birtist nýjasta stýrishönnun Mercedes, með snertistýringum sem veita aðgang að miðlægum skjáaðgerðum án þess að þurfa að teygja sig yfir á skjáinn sjálfan.

Það er meira króm á loftopunum og nokkrar nýjar litasamsetningar eru nú fáanlegar.

image
image
image
image

Uppfært MBUX upplýsinga- og afþreyingarkerfi

Auk þessa fær nýr Mercedes GLE nýjustu útgáfuna af MBUX upplýsinga- og afþreyingarkerfinu sem færir fleiri stjórntæki yfir á tvo 12,3 tommu skjái.

Hægt er að velja um „klassískt“, „sportlegt“ og „sérsniðið“ yfirbragð á skjá ásamt viðbótarstillingum sem setja mismunandi upplýsingar í forgang á skjánum.

Þráðlaus Apple CarPlay og Android Auto eru nú staðalbúnaður og GLE er fær um að taka á móti þráðlausum hugbúnaðaruppfærslum.

image
image
image
image

Mercedes GLE – nokkrar svipmyndir af innréttingu.

„Torfæruhamurinn“ í MBUX kerfinu sýnir aukaupplýsingar, þar á meðal halla, veltihalla og stýrishorn til að aðstoða ökumenn.

Mercedes hefur meira að segja kynnt GLE með dráttargetu upp á 3,5 tonn (eftirvagn með hemlum) í gerðum með loftfjöðrun og „E-Active Body Control“-kerfi.

Þetta er stutt af uppfærðum hugbúnaði fyrir stýrikerfaaðstoð sem jafnvel skipuleggur „kerruleiðir“ í leiðsögukerfinu til að hjálpa ökumönnum að forðast erfiðar leiðir.

Uppfært framboð véla

Með þessari andlitslyftingu er allt framboð véla í GLE og GLE Coupe nú rafvætt.

image

Þá má nefna tengitvinnbílana sem báðir bjóða upp á meiri drægni þegar eingöngu er notað rafmagn og aukið afl.

Mercedes-AMG GLE gerðir

Að öllu ofangreindu á aðeins eftir kynna hinn öfluga Mercedes-AMG GLE, bíl sem samanstendur af GLE 53 með 3,0 lítra forþjöppu, 3,0 lítra sex strokka línuvél og GLE 63 S með tveggja túrbó 4,0 lítra V8.

image
image
image
image

Hinn öflugi 63 S er með 603 hestöfl með sömu auka aflhækkunarmöguleika og 53-bíllinn og 850Nm togi sem hægt er að auka um 250Nm.

Þessi gerð er 3,9 sekúndur að skila 0-100 km/klst.

(grein á vef Auto Express – myndir frá Mercedes)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is