Uppfærður VW Tiguan verður endurhlaðanlegur tengitvinnbíll

    • Volkswagen kemur fram með uppfærslu á Tiguan, hann kemur nú sem endurhlaðanlegur tengitvinnbíll (hybrid)

image

Volkswagen Tiguan er einn mest seldi sportjeppinn í Evrópu og er jafnframt meðal söluhæstu sportjeppa í heiminum.

Árið 2019 varð Tiguan mest seldi bíll allra gerða, ekki aðeins fyrir Volkswagen vörumerkið, heldur einnig í allri Volkswagen samstæðunni, með 911.000 bíla framleiðslu.

image

Tiguan fær yfirgripsmikla uppfærslu. Framkvæmdastjóri Volkswagen, Ralf Brandstätter, segir:

„Við hleyptum af stokkunum alþjóðlegum sportjeppa okkar með kynningu á annarri kynslóð Tiguan árið 2016. Þetta varð grunnurinn að nokkrum árangursríkum gerðum um allan heim. Volkswagen tekur nú næsta skref með því að rafvæða, stafræna og gera nýjan Tiguan tengdan. Þetta mun gera þennan sportjeppa okkar viðeigandi fyrir áskoranir í dag.

image

Endurhlaðanlegur hybrid eða blendingur

Volkswagen rafmagnar Tiguan með tengitvinngerði, með 245 hestöfl. Tiguan eHybrid byrjar alltaf í fullum rafmagnsham, E-MODE, svo framarlega sem rafhlaðan sé nægilega hlaðin.

image

Aksturssviði verður allt að 50 km samkvæmt WLTP-staðli (ekki enn fullprófað). Þetta mun duga fyrir mjög marga miðað við meðaltal daglegs aksturs.

image

Kerfið gerir það einnig mögulegt að spara rafmagnið til notkunar seinna, til dæmis til aksturs um þéttbýlisvæði sem eru með kröfur varðandi losun útblásturs.

image

Tiguan R

Í fyrsta skipti kemur nú eigin Tiguan R gerð, með 320 hestafla TSI vél.

Nýtt 4x4 kerfi með glænýrri spólvörn hefur verið þróað fyrir þessa gerð. Kerfið dreifir drifkraftinum á breytilegan hátt milli fram- og afturöxla og milli vinstri og hægri afturhjóla og stuðlar að betri akstureiginleikum.

image

Hinar ýmsu akstursstillingar (þægindi, sport, hraðakstur, einstakur, snjór og torfærur) gefa ökumanni marga möguleika til að aðlaga aksturinn að eigin ósk.

Aðrar nýjungar

Nýr Tiguan kemur með nýjar TDI vélar sem Volkswagen fullyrðir að séu með þeim hreinustu í heiminum.

Travel Assist kerfið veitir akstursaðstoð allt að 210 km / klst.

image

Nýjasta kynslóð upplýsinga- og afþreyingarkerfis (MIB3) þýðir að nýr Tiguan hefur fjölda nýrra eiginleika til að tengjast netþjónustu. Glænýtt Harman / Kardon 480-watta hljóðkerfi er einnig meðal nýjunga.

Sveigjanlegur sportjeppi

Eins og forverar hans er Tiguan mjög sveigjanlegur í notkun með burðargetu allt að 2,5 tonn.

image

Framendi hins nýja Tiguan hefur verið endurnýjaður. Vélarhlífin er hærri og grillið með LED aðalljósum er breiðara, með nýja Volkswagen merkið í miðju að framan. Stuðararnir eru líka glænýir.

Samkvæmt bílavefsíðum er reiknað með að opnað verði á sölu á bílnum seinna í sumar.

(byggt á fréttum á BilNorge og Wolkswagen – myndir VW)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is