Nýr 2021 Volkswagen Transporter T7 með tengitvinnbúnaði næst á mynd í felulitum

    • Útlit er fyrir að tengitvinnútgáfa af nýjum Volkswagen Transporter T7 sendibíl sé á leiðinni og hún gæti notað sömu aflrás og nýi Golf

Njósnaljósmyndarar Auto Express hafa séð tengutvinnútgáfu af komandi Volkswagen Transporter T7 sem er í prófun á Nurburgring. Bíllinn mun koma í sölu á næsta ári og mun keppa við Ford Transit, Mercedes Sprinter og Vauxhall Vivaro.

image

Þessar nýjustu myndir kynda enn frekar undir sögusagnirnar um að nýi sendibíllinn muni færa sig á MQB-grunn Volkswagen. Allar núverandi PHEV gerðir fyrirtækisins eru byggðar á þessum palli og ólíklegt er að Volkswagen muni þróa nýjan undirvagn til að hýsa tæknina í Transporter vegna mikils kostnaðar sem því fylgir.

image

Sama drifrás og í Golf 8 PHEV?

Sem slíkur ætti nýi Transporter með tengitvinnbúnaði að vera með sömu drifrás og Mk8 Golf PHEV. Þessi drifrás samanstendur af turbó 1,4 lítra fjögurra strokka bensínvél og 113 hestafla rafmótor, sem gefa hámarks sameinuð afköst sem eru 242 hestöfl og 400Nm togi.

Teygir sig lengra fram

Volkswagen hefur einnig framlengt mælaborð og framrúðu Transporter yfir framöxulinn og mjókkað A-bitana. Þýska fyrirtækið hefur bætt við nýjum litlum glugga fyrir ofan A-hlutann til að bæta sýnileika og leyfa meira ljós inn í farþegarýmið.

image

Að innan gerum við ráð fyrir að Transporter T7 muni hafa svipað úrval tækniuppfærslu og Golf, þar sem best búna gerðin fær stafrænt mælaborð og nýtt 10 tommu upplýsingakerfi - ásamt venjulegri ökumannatækni, svo sem akreinaaðstoð, skriðstilli og vöktunarbúnað fyrir blinda bletti.

(byggt á grein á Auto Express)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is