Ný endurbætt útgáfa Toyota Hilux fær fjölda uppfærslna, meiri afköst

image

    • Ný 2,8 lítra dísilvél færir meira afl, samhliða endurskoðuðu útliti, endurbættri tækni og endurbótum á undirvagni fyrir pallbílinn
    • Kemur væntanlega hingað til lands um eða eftir næstu áramót

Toyota hefur gefið Hilux pallbílnum sínum uppfærslu, farið yfir hönnunina, endurskoðað undirvagninn og bætt við nýrri, öflugri vél.

image
image

Samkvæmt frétt í dag á Autocar mun þessi endurnærði keppinautur Ford Ranger og fleiri svipaðra pallbíla, fara í sölu í Bretlandi í nóvember, bíllinn er kominn með nýtt útlit á framenda með „þrívíddar grilli“ og breyttan stuðara sem sagt er að auki „nærveru“ bílsins, eins og Autocar tekur til orða. Betur búnar gerðir bílsins fá einnig LED ljós að framan og aftan, og nýr brons málmlitur er í boði.

Uppfært upplýsinga- og afþreyingarkerfi

Inni í breytingunum eru uppfært upplýsinga- og afþreyingarkerfi, með 8 tommu skjá og uppfærður hugbúnaður sem fullyrt er að sé hraðvirkari og móttækilegri, ásamt nýjum flýtivísum. Apple CarPlay og Android Auto eru líka til staðar. Nýr tiltækur búnað inniheldur 800 W, níu hátalara JBL hljóðkerfi.

image
image

Ný 2,8 lítra dísilvél

Toyota hefur einnig komið með 2,8 lítra dísilvél í boði á öðrum mörkuðum til viðbótar við 2,4 lítra eininguna sem þegar er í boði. Sú vél er 204 hestöfl og með 500 Nm tog, tekur Hilux frá 0-100 km/klst í 10,0 sek. - heilum 3,2 sekúndum hraðar en 2,4 lítra vélin sem núna er í bílnum. Enn hafa ekki verið gefnar upp WLTP tölur um hagkvæmni, en fyrirtækið segir að CO2 losun sé 204g/km miðað við NEDC fylgnitölur.

Fjöðrun og stýri endurbætt

Fjöðrun og stýri Hilux hafa verið endurbætt, fyrst og fremst til að bæta þægindi á vegum. Endurstilltir höggdeyfar og endurhönnuð blaðfjöðrum eru sögð færa mýkri akstur, og þá ekki síst þegar bíllinn er léttur og ekki með neinn þunga á pallinum.

image
image

Hins vegar hefur ýmislegt verið gert til að auka færni bílsins í akstri við verri aðstæður, til dæmis í torfæruakstri, þar á meðal lægri lausagangshraði vélarinnar og endurskoðuð stöðugleikastýring. Viðbrögð við inngjöf fótstigs hefur líka verið bætt.

image
image

Að lokum hefur toppgerðin „Invincible X“ fengið endurbætur á ýmsum sviðum með ýmsum uppfærslum á hönnun, að innan sem utan, umfram venjulegu gerðina.

image

Kemur til Íslands um eða eftir áramótin

Að sögn Páls Þorsteinssonar upplýsingafulltrúa Toyota á Íslandi er von á bílnum til Íslands um eða eftir áramótin, en það liggur ekki alveg ljóst fyrir í dag. Hann segir að þar á bæ líti menn björtum augum fram á það að fá bílinn með þessum endurbótum, sérstaklega með þessa nýju vél. Hiluxinn sé vinsæll meðal kaupenda, menn séu að nota sportlegu eiginleikana til fulls, að mestu hættir að setja hús á pallinn og séu frekar með góð palllok í staðinn.

image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is