Yaris Cross kemur á markað 2021

-sala hér á landi hefst á seinni hluta ársins 2021

    • Yaris Cross sameinar ríka hefð hjá Toyota fyrir smærri bílum, Hybrid og jepplingum
    • Yaris Cross sameinar ríka hefð hjá Toyota fyrir smærri bílum, Hybrid og jepplingum
    • Þessi bíll situr hátt, fæst fjórhjóladrifinn og búinn fjórðu kynslóðar Hybridkerfi
    • Toyota reiknar með góðum viðtökum – Reiknað er með að 150.000 bílar seljist fyrsta árið í Evrópu.

Bílablogg fjallaði ítarlega um frumsýningu á nýja snaggaralega sportjeppans Yaris Cross frá Toyota þegar hann var frumsýndur að morgni 23. apríl síðastliðinn í Tókýó í Japan. Sjá nánar hér.

image
image

Núna er ljós að íslenskir kaupendur eiga von á þessum bíl á markað hér á landi seinni hluta næsta árs, samkvæmt fréttatilkynningu frá Toyota á Íslandi.

image
image

Í fréttatilkynningu Toyota kemur fram að: „Yaris Cross sameinar skemmtilega kosti jepplings og þægilegs borgarbíls. Segja má að Yaris Cross sé stór smábíll því innanrýmið er ríkulegt, hann liggur hátt og er því þægilegur í allri umgengni. Þetta er klassískur Evrópubíll, hannaður í Evrópu og framleiddur í Frakklandi.

image

Yaris Cross sameinar margt af því sem einkennt hefur Toyota á liðnum árum. Með tilkomu RAV4 varð Toyota var fyrsti bílaframleiðandinn sem setti jeppling á markað.

image
image

Toyota hefur alltaf séð vel fyrir þörfum þeirra sem vilja smærri fólksbíla og Toyota ruddi brautina fyrir Hybridtæknina sem reynst hefur vel í meira en tvo áratugi.

image
image

Núna er bara að bíða eftir því að þessi snaggaralegi sportjepplingur komi á íslenska vegi og er ekki vafi á að íslenskir kaupendur muni taka honum vel miðað við fyrri viðtökur bíla frá Toyoyta á liðnum árum.

image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is