Ducati Hypermotard verður þriggja hjóla, Star Wars innblásið mótorhjól fyrir ískappakstur

-hér er ein skemmtileg frátt fyrir þá sem hafa áhuga á mótorhjólum – og þá ef þau eru sérstök!

image

Balamutti þriggja hjóla sérsmíðaður „ís racer“

Mótorhjólaheimurinn, með gríðarstóran eftirmarkað, er þekktur fyrir sérsmíði af ýmsu tagi, en við höfum sjaldan séð hjól eins og þetta. Rússneska fyrirtækið Balamutti bætti þriðja hjólinu við Ducati Hypermotard til að búa til hjól sérsmíðað fyrir ís-kappakstur.

1,1 lítra vélin var ekki látin ósnortin. Taktu eftir: þeir hjá Balamutti tóku Garrett GT35 túrbóhleðslubúnað og bættu trissukerfi við sveifarás vélarinnar til að breyta yfir í forþjöppu.

Tækniforskriftir hafa ekki verið gefnar út enn þá, en hafa má í huga að staðalgerð Hypermotard er að minnsta kosti með 90 hestöfl fyrir knapann. Brembo bremsur halda aflinu í skefjum.

Vitaliy Selyukov, maðurinn á bak við smíðina, sagði við Asphalt & Rubber að hann nefndi sköpun sína Yondu eftir persónu í „Guardians of the Galaxy“.

Hann útskýrði að hann smíðaði það til að keppa í Baikal Mile, keppni sem haldin er á hinu frosna Baikal-vatni nálægt landamærum Rússlands og Mongólíu, en hann tilkynnti verkefnið á opinberri vefsíðu sinni 18 dögum eftir að áætluninni lauk. Hvort það keppti er óljóst; það sem er víst er að þetta er eitt nýstárlegasta hjólið sem komið hefur fram frá því að Lazareth sýndi fjórhjóla mótorhjól sem hallar sér í beygju, að sögn þeirra hjá Autoblog sem birtu þetta á sínum vef.

image

Hér sést vel hvernig hjólið getur hallað sér í beygju

image

Öflug fjöðrun og nóg af ísnöglum

image

Gljáandi „heilkoppur“ setur sinn svip á afturhjólið.

image

Það veitir örugglega ekki af að vera með nóg af ísnöglum í dekkjunum á svona hjóli.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is