Hyundai i20 kemur einnig í eldsneytissparandi tengitvinnútgáfu

-væntanlegur á markað í Evrópu síðsumars

image

Nýr i20 er lægri, breiðari og lengri en forveri hans og hjálpar til við að gera hlutföll hans virkari í akstri að sögn Hyundai. Bíllinn fær líka nýtt útlit á grilli.

Það er ekki mikið um fréttir af nýjum bílum þessa dagana vegna ástandsins í heiminum. Þó birtir Automotive News Europe okkur fréttir í dag af nýjum i20 frá Hyundai og uppfærslu á i30.

48 volta tengitvinnkerfið verður boðið með 1,0-lítra útgáfu i20, og mun draga úr eldsneytisnotkun og losun á CO2 um 3 prósent til 4 prósent, að sögn Hyundai.

Hyundai sagði einnig að það hafi gefið þriðju kynslóð i20 „kraftmeira“ útlit til að gefa bílnum sérstöðu í þéttbýli. Útlitshönnun i20 fylgir nú nýju hönnunarmáli Hyundai „Sensuous Sportiness“.

Bíllinn fær einnig uppfærslu á afþreyinga- og upplýsingakerfi og öryggi.

Mælaborðið er með 10,25 tommu miðlægum snertiskjá fyir afþreyinga- og upplýsingakerfi með möguleika á tvískiptingu á skjánum fyrir fleiri aðgerðir í einu. Þessi skjár er sjónrænt tengdur við 10,25 tommu mælaborðsskjá fyrir framan stýrið.

Breiðari, lægri og lengri

I20 er 30mm breiðari, 24mm lægri og 5mm lengri en núverandi bíll. Hann er með 10 mm lengri hjólhaf, sem veitir aukið sætispláss fyrir farþega að aftan, sagði Hyundai. Farangursrými hefur verið aukið um 25 lítra í 351 lítra.

image

Endurhönnun á ljósabúnaði i20 að aftan, tengist óaðfinnanlega frá hlið og inn á afturhlerann og leggur áherslu á breidd og aðstöðu bílsins, segir Hyundai.

I20 vegur einnig 4 prósent minna en núverandi gerð, sem hjálpar til við að draga úr CO2 losun, sagði Hyundai.

Sala i20 lækkaði um 7,5 prósent í 84.692 selda bíla í Evrópu á síðasta ári, að sögn markaðsfræðinga JATO Dynamics. I20 var þriðji vinsælasti bíll Hyundai eftir Tucson-jeppa og og litla „crossover“ sportjeppans Kona.

Helstu keppinautar i20 eru Toyota Yaris, Renault Clio, Peugeot 208, Seat Ibiza, Kia Rio.

Nýr i20 mun koma í sölu á evrópskum markaði síðsumars að sögn Automotive News..

Uppfærsla á Hyundai i30

Hyundai hefur einnig tilkynnt um uppfærslu á hinum miðlungsstóra i30, sem samanstendur af útgáfunum: hlaðbakur, „fastback“ og station.

Uppfærslan felur í sér nýja 1,5 lítra, fjögurra strokka bensínvél með mildum tengibúnaði. Hyundai mun einnig koma fram með i30 í stationgerð í sportlegri „N line“ útgáfu.

image

Andlitslyfting Hyundai i30 og nýja i30 N línan (til hægri).

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is