Hvað verður undir húddinu í Bronco 2021?

Við höfum séð fjölmargar útgáfur af hinum nýja Bronco sem áætlað er að komi á markað 2021, bæði tveggja og fjögurra dyra útgáfu. Þar hefur gefið á að líta allt frá mælaborði og niður í fjöðrunar- og bremsubúnað.

image

Hinn möguleikinn er sá að bíllinn verði búinn 2,3 lítra, 4 strokka EcoBoost túrbínuvél sem finna má í frændsystkinum hins nýja Bronco.

Orðrómurinn um 2,7 lítra vélina hefur svo sem verið á flugi í þónokkurn tíma. Í desember 2019 kom fram á bílavefnum Jalopnik.com að sjálfskiptinga framleiðandinn og samstarfsaðili Ford, Getrag væri að þróa 7 gíra sjálfskiptingu fyrir Broncoinn sem myndi líklega vera sett á 6 strokka EcoBoost vélina. Á síðasta ári hélt keppnishaldarinn Baja 1000 því fram að 2,3 lítra, tveggja túrbínu EcoBoost vélin væri verðugur kostur í nýja Broncoinn.

image

Menn eru semsagt búnir að vera velta því fyrir sér hvernig vél Bronco árgerð 2021 verður búinn en nokkuð er víst að þær verði í ætt við þá bíla sem Ford er nú þegar með á markaði.

Auðvitað er ekki hægt að skjóta lokum fyrir að Broncoinn verði boðinn með fleiri en einni vélargerð, sérstaklega þar sem sterkur samkeppnisaðili, Jeep Wrangler er í boði bæði dísel og bensín vélum.

Byggt á frétt Autoblog.com

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is