Suzuki hættir að selja Jimny í Evrópu

    • Jimny verður fórnarlamb strangari evrópskra CO2-viðmiðana varðandi útblástur sem taka gildi árið 2021
    • Jeppinn mun líklega snúa aftur til Evrópu í framtíðinni með annarri vél.

Suzuki mun brátt hætta að selja hinn vinsæla Jimny jeppa á Evrópumarkaði. Fyrirtækið hefur þegar haft samband evrópska söluaðila varðandi það að hætta að taka við nýjum pöntunum fyrir Jimny. Brottför Jimny frá Evrópu er vegna strangari evrópskra viðmiða um CO2 losun sem kemur til framkvæmda árið 2021.

image

Líklega mun þessi vinsæli smájeppi, Suzuki Jimny, hverfa af Evrópumarkaði – tímabundið – vegna strangra reglna varðandi útblástur CO2, en snúa aftur með nýrri vél síðar.

Samanlögð sala má ekki fara yfir ákveðin mörk

Löggjöf ESB setur lögboðin markmið um að draga úr losun fyrir nýja bíla og fyrir 2021 getur hver bílaframleiðandi verið með samanlagða tölu varðandi útblástur sem nemur 95g af CO2 / km. Þó að þessi regla muni aðeins taka gildi á næsta ári, er hún farin að láta til sín taka þegar á þessu ári, samkvæmt löggjöf ESB. Til að ná þessu markmiði hafði framleiðandinn verið að hætta með dísilbíla í áföngum frá 2018 og er um þessar mundir að kynna 48V milda-blendingsútgáfu af Vitara jeppa, sem verður fyrsta Suzuki gerðin í Evrópu sem nýtur góðs af þessu nýja aflgjafa.

Núverandi vél með of háa losun

Jimny sem seldur er í Evrópu kemur með K15B 1,5 lítra bensínvél frá Suzuki sem er ekki með neina tegund af öðrum aflgjafa (hybrid). Jeppa er fáanlegur annað hvort með 5 gíra handskiptum gírkassa eða sjálfskiptingu. Jimny gefur frá sér tiltölulega hátt CO2 gildi - hann er metinn 154g/km eða 170g/km, allt eftir því hvort 1,5 lítra vélin er pöruð við handskiptan eða sjálfskiptan gírkassa.

Litlu bílarnir lækka losunaráhrifin

Suzuki selur fleir eintök af Jimnys en „grænni“ gerðir, svo sem Ignis og Swift, sem hækkar meðaltal CO2 frá Suzuki í Evrópu og þannig leiða til sektar frá Evrópusambandinu ef salan í heild fer yfir markmiðið.

Suzuki mun héðan í frá selja öll ökutæki í Evrópu með nokkru stigi blendinga. Fyrirtækið selur þegar Ignis og Swift með 12V kerfi en dýrari gerðirnar, eins og S-Cross og Vitara jeppinn, koma með 48V tengitvinntækni ásamt nýrri K14D 1,4 lítra bensínvél.

„Ég kem aftur“

En líkt og sagt var í frægri kvikmynd þá mun Jimny hins vegar koma aftur á Evrópumarkað einhvern tíma árið 2021 sem atvinnubifreið N1. Þetta þýðir að Suzuki mun selja Jimny sem atvinnubifreið án aftursætis og með minniháttar breytingum í innanrými, en með sömu 1,5 lítra bensínvél og fráfarandi farþegaútgáfa. Viðskiptabifreiðar í N1 flokknum þurfa ekki að fylgja strangri 95 g CO2/km reglugerð.

Ný vél mun leysa málið

Heimildir á vefmiðlum um bíla segja okkur að Jimny muni snúa aftur til Evrópumarkaðarins sem farþegabifreið í framtíðinni með vélaruppfærslu sem myndi hjálpa bílaframleiðandanum að ná CO2 markmiðum vörumerkisins.

Allir bílar sem búið er að panta koma til Íslands

En þeir kaupendur sem þegar hafa ákveðið að kaupa sér Jimny hér á landi geta andað léttar, því samkvæmt því sem fram kemur á vefmiðlinum visir.is í dag, þá muni allir bílar sem búið er að panta koma til landsins

„Þetta ár gengur allt upp hjá okkur það er við fáum allar Jimny bifreiðar sem við erum búin að panta,“ segir Sonja G. Ólafsdóttir markaðsstjóri Suzuki. „En staðan er óljós með næsta ár, það kemur í ljós með framhaldið fljótlega,“ segir Sonja í viðtali við visir.is.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is