Stafræn heimsfrumsýning: Mercedes-Benz kynnir nýja GLA sportjeppann á vefnum

2021 Mercedes GLA frumsýndur með allt að 302-hestafla AMG 35

Grunngerðir eru með 161 og 221 hestafla vélum og er hægt að fá bílinn með eða án aldrifs

Í fyrsta skipti í sögu sinni kynnti Mercedes-Benz bíl í dag þar sem eingöngu var um stafræna heimsfrumsýningu að ræða: nýjan Mercedes-Benz GLA sem var kynntur fyrir heiminum á samskiptavettvanginum Mercedes me media.

image

Styttri en með lengra hjólahaf

Til að byrja með hefur stærðum GLA verið breytt nokkuð þar sem nýja gerðin er 15,3 cm styttri (4409,4 cm), en samt er hjólhafið lengt um 27,9 cm. Kannski er augljósari breytingin á hæð ökutækisins miðað við þann nýja sem er 1610,3 cm á hæð eða 10,4 cm en áður.

Það segir sig sjálft að endurskoðuð hlutföll hafa haft áhrif í innanrými með í endurbótum í farþegarými þar sem farþegar í aftursæti fá að njóta aukins pláss fyrir olnboga, axlir og fótleggi, og höfuðrými en rými fyrir fætur er aðeins minna. Þeir sem sitja í bakinu geta aðlagað sætin, sem hægt er að skipta 40: 20: 40 um 14 cm og einnig er hægt að breyta bakstuðningi í brattari stillingu til að fá pláss fyrir meira magn af farangri. Hvað varðar ökumanninn og farþegann að framan, þá eru þeir með meira rými fyrir olnboga, axlir og lofthæð, en fótarými hefur reyndar minnkað aðeins.

image

Aukningin á hæð gefur þessum nýja GLA meira jeppaútlit, það útlit sem kaupendur vilja fá í „crossover“.

Vélbúnaður: 221 eða 302 hestöfl

Grunngerðin á Bandaríkjamarkaði verður með framhjóladrifi, í 250 gerðinni með túrbó 2,0 lítra bensínvél. Hún framleiðir 221 hestöfl og 350 Newton metra af togi sem sent er á framöxulinn með átta gíra sjálfskiptingu með tvöfaldri kúplingu. Með þessum búnaði nær grunngerð GLA að ná 96 km/klst. á 8,6 sekúndum og hámarkshraðinn er 130 km/klst. Með hærra verði er hægt að tengja vélina við fjórhjóladrifskerfi í GLA 250 4Matic gerð.

Ef óskað er eftir meira afli þarf að fara í AMG GLA 35 gerðina með 302 hestöfl og 400 Nm sem kemur frá 2,0 lítra túrbó fjögurra strokka vél. Þessi gerð kemur eingöngu með átta þrepa gírkassa með tvískiptri kúplingu með 4Matic og nær að fara í 100 á fimm sekúndum, en hámarkshraðinn er rafrænt stilltur á 250 km/klst.

Þessi nýi GLA mun koma sem staðalbúnað með „utanvegapakka“ sem samanstendur af akstursstillingu með aukinni veghæð, vegaaðstoð, aðstoð í akstri niður brekku, torfærulýsingu á skjánum og jafnvel sérstaka léttvirkni til aksturs utanvegar.

Minni útgáfa á Evrópumarkaði

Í Evrópu er Mercedes með fjölbreyttara GLA svið með minni grunngerð undir heitinu GLA 200. Sá bíll er með minni 1,33 lítra vél sem er þróuð ásamt Renault, sem er 161 hestöfl og 250 Nm , og tengd við sjö gíra gírkassa með tvöfaldri kúplingu.

image

Sá bíll verður einnig boðið með dísilvél og sem tengitvinnbíll, eins og þegar er þekkt í A250e og B250e .

Síðar meir munu AMG GLA 45 og 45 S útgáfur koma á markað, með 382 hestöfl og 480 Nm fyrir þá fyrri og 416 hö og 500 Nm fyrir þá síðarnefndu.

Sérstök „stilling fyrir þvottastöðina“

Sniðugt lausn hefur verið flutt yfir á GLA úr GLS-bílnum.

image

Við erum að tala um stillingu fyrir „bílaþvottastöðina“, þar sem búnaður leggur speglana að bílnum og lokar öllum gluggum, þ.mt sólarþaki.

Að auki er rigningarneminn gerður óvirkur tímabundið þannig að hann kveikir ekki á framrúðuþurrkunum á meðan miðstöðin skiptir sjálfkrafa yfir í lofthringrás.

Kemur í sölu með vorinu

Áætlað er að þessi nýi GLA muni koma til evrópskra sölumanna á næsta vori á undan markaðsetningu í Bandaríkjunum.

En látum myndirnar af þessum nýja Benz GLA segja sína sögu.

image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is