Bugatti mun ekki búa til bíla með tvinntækni, en rafbíll er áfram í pípunum

Bugatti er í könnunarferli þar sem þeir leita leiða til að útvíkka framboð sitt á tuttugasta áratugnum. Að bæta annarri gerð við núverandi gerðir er næstum því gefin og rafvæðing er möguleg, en forstjóri fyrirtækisins gaf þó í ljós að hann trúir ekki að tvinntækni sé rétta lausnin.

image

Bugatti Galibier hugmyndabílinn sem kynntur var árið 2009

Stephan Winkelmann, yfirmaður Bugatti, sagði við bílavefinn Motor Authority að brunahreyfillinn væri „rétta leiðin til að fara“ og „raunverulega besta drifrásin“." Hann studdi rök sín með því að benda á bensínknúna vél eins og W16-vélin í Chiron skilar takmarkalausu afli og ótrúlegri hröðun án þess að bæta of miklum þunga eða búa til martröð.

Nýr bíll forgangsmál

Að ráðast í nýjan bíl sem staðsettur er fyrir neðan Chiron er áfram eitt af forgangsmálum forstjórans. Þótt það hljómi eins og gerðin muni ekki fá tvinntækni er Winkelmann opinn fyrir þeirri hugmynd að koma fram með rafmagnsbíl sem skilar afköstum núlllosunar. Hann gerði grein fyrir rafgeymisknúinni, 2 + 2 gerð með tiltölulega háa sætisstöðu og meiri veghæð frá jörðu en venjulegur lúxusfólksbíll. Með því að auka vegalengdina á milli vegyfirborðs og bíls þýðir ekki endilega að koma með jeppa. Bugatti hefur sagt áður við Autoblog að þeir ætli ekki að smíða jeppa. Og það er mikilvægt að hafa í huga að endanleg ákvörðun um nýja bílin eða garð hans hefur ekki verið tekin ennþá.

Framkvæmdastjórinn útskýrði að uppfærð útgáfa af hugmyndinni myndi keppa í flokki sem er „að fara niður.“ Hann bætti við að Bugatti þyrfti að búa til löng og stutt afbrigði hvað varðar hjólahaf til að mæta heimsmarkaðinum.

Bugatti hefur boðið upp á glæsivagna áður, svo að arfleifðin er vissulega til staðar, en eitt af málunum við gerð fjögurra dyra með langri hjólhafi er að það myndi án efa laða að kaupendur, sem ekið er með bílstjóra, einkum í Kína. Winkelmann lýsti því yfir að hann telji að Bugatti bjóði til bíla sem ætti að aka, ekki láta aka sér í. Það er sterkt vísbending um að önnur gerðin - óháð því hvernig hún lítur út, hvenær hún verður frumsýnd eða með hverju hún er knúin áfram - verði hönnuð sem bíll fyrir ökumenn.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is