Lexus UX 300e – frumsýndur í Kína

Fyrsti bíllinn frá Lexus sem eingöngu notar rafmagn – og er sportjeppi

image

Það er ekki bara vestur í Los Angeles sem verið er að frumsýna nýja bíla þessa dagana, og það líka rafmagnsbíla, því austur í Kína, nánar tiltekið í Guangzhou var verið að frumsýna nýjan Lexus UX í dag.

image
image

Lexus hefur afhjúpað sinn fyrsta rafbíl sem eingöngu notar rafhlöður, 2020 árgerð Lexus UX 300e, sem var frumsýndur í dag, föstudaginn 22. nóvember á bílasýningunni Auto Guangzhou 2019. Þegar hafði verið gert ráð fyrir að fyrsti rafbíll Lexus yrði rafmagnsútgáfa af UX „crossover“-bílnum og að bíllinn myndi nota eingöngu rafmagn frá rafhlöðum.

Að utan nánast eins og aðrar gerðir Lexus UX

Að utan er rafmagnsútgáfan UX 300e næstum því eins og bensín- og blendingaútgáfan af UX. Það eru nokkrar litlar uppfærslur, eins og mismunandi felgur og aksturshæðin bílsins hefur verið lækkuð um 20 mm. Undirvagninn hefur einnig verið endurhannaður til að gera hann loftaflfræðilegri.

image
image
image

Í innanrýminu er fátt sem er öðru vísi nema umhverfi mæla í mælaborðinu, að því er fram kemur á vefmiðlum eftir frumsýninguna..

image

400 kílómetra aksturssvið á einni hleðslu

UX 300e er knúinn af 201 hestafla rafmótor með 299 Nm togi. 54,3 kWh rafhlaðan gefur UX 300e aksturssvið allt að 400 km samkvæmt NEDC-mælistaðli. Það tekur um það bil 50 mínútur að hlaða það með 50 kW hraðhleðslutæki.

Reiknað er með að UX 300e verði til sölu í Kína árið 2020 og í Evrópu árið 2021.

image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is