Bugatti kann að koma með ódýrari rafbíl á markað

Á samt að kosta á bilinu hálfa til eina milljón evra!

Bugatti Automobiles er að leita að því að víkka skírskotun sína með því að kynna 2,5 milljóna evra ( 341 milljón króna) Chiron ofurbílinn með aðeins aðgengilegri (og ódýrari) valkosti.

image

Forstjóri Bugatti, Winkelmann, er hér að tala við fréttamenn á kynningu á Centodieci-bílnum á Motorsports Quail samkomunni í Carmel í Kaliforníu í ágúst.

„Iðnaðurinn er að breytast í grundvallaratriðum og við verðum að taka á því hvaða tækifæri eru til að þróa Bugatti sem vörumerki í framtíðinni,“ sagði Winkelmann.

Að tryggja fjármagn til slíks sessverkefnis er „hörð barátta,“ sagði hann.

Setti hraðamet á árinu

Eftir að hafa sett hraðamet fyrr á þessu ári þegar bíll byggður á Chiron ók hraðar en 483 km/klst, sagði Winkelmann að Bugatti væri búinn að sækjast eftir slíkum áfanga í frammistöðu og er að leita að því að auka söluna sem lúxusmerki.

Bugatti takmarkaði framleiðslu Chiron við aðeins 500 bifreiðar og færri en 100 eru enn til sölu.

Þeir smíða um það bil 100 mjög sérsniðna bíla á ári, þar á meðal hinn 8,8 milljóna dollara Centodieci, sem byggir á Chiron.

Ódýrari bíll yrði hrein viðbót

Viðbót á ódýrari gerð væri stórfelld aukning þar sem framleiðsla jókst um meira en 600 ökutæki árlega, sagði Winkelmann, sem var lykilmaðurinn á bak við ákvörðun Lamborghini um að bæta við Urus jeppanum.

Winkelmann sagði að samsetning vörumerkja „myndi verða einstök í bílaiðnaðinum.“

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is