Toyota með einkaleyfi á beinskiptingarhermi fyrir rafbíla

Tæknin var hönnuð til að líkja eftir tilfinningu handskipts gírkassa, en hún mun ekki auka afköst ökutækisins

Þar sem tengitvinnbílar og rafbílar verða algengari virðist framtíð beinskiptra gírkassa vera mjög á undanhaldi, eða á „þunnum ís“ eins og þeir taka til orða hjá Auto Express. Sá ís bráðnar líka hraðar eftir því sem nær dregur árinu 2030, en þá tekur gildi bann stjórnvalda á bílum sem aðeins nota brunavélar – eftir það mun næstum hver nýr bíll á sölu koma með sjálfskiptingu.

Hins vegar gæti Toyota verið með lausn fyrir akstursáhugamenn. Verkfræðingar fyrirtækisins sóttu nýlega um einkaleyfi fyrir handvirkan gírkassa, þar sem er líkt er eftir hefðbundnum gírkassa, sem notar ímyndaða gírstöng, gervi kúplingspedala og snjallhugbúnað til að stjórna togi frá rafmótor og láta aflrásina virka og keyra eins og hefðbundinn bensínbíl.

Vélrænt mun rafbíllinn enn vera með eins-hraða gírskiptingu, en framleiðandinn er staðráðinn í því að þetta kerfi muni gera akstursupplifun rafbíls eins og bensínbíls með því að takmarka það afl sem rafmótorinn getur framleitt (og hraða sem bíllinn mun ferðast á) fer eftir „gírnum“.

Ökumaðurinn verður „að skipta“

Þannig að í „fyrsta gír“ mun kerfið veita mikið tog, en lágan hámarkshraða. „Sjötti gír“ mun leyfa rafbílnum að ná meiri hámarkshraða, en hröðunin verður hægari – rétt eins og bensínbíll. Og ökumaðurinn þarf að fara í gegnum skiptistigin í „gírkassanum“ til að fá það besta úr rafmótornum.

Eykur hvorki afl né afköst

Þess má geta að þessi tækni mun í raun ekki auka afköst rafbíla Toyotat. Reyndar mun hún líklega gera þá hægari þar sem framleiðsla rafmótorsins er markvisst takmörkuð til að stuðla að aukinni akstursánægju.

En það virðist vera allur tilgangur kerfisins. Einkaleyfisskrá Toyota segir: „Sérstaklega fyrir ökumenn sem eru vanir að aka handskiptum ökutækjum, getur gerviskiptiaðgerð, sem felur ekki í sér handskipti ökumanns sjálfs, valdið óþægindum í akstursskyni ökumanna sem sækjast eftir ánægjunni við að keyra með beinskiptan gírkassa.”

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is