Ekki myndi maður fyrir sitt litla líf hætta sér í umfjöllun um hvort kynið sé betra í því að stjórna  ökutæki: karlar eða konur. Það er ekki umræða mér að skapi enda tek ég ekki þátt í henni. Eftir sem áður má auðvitað skemmta sér við að fylgjast með öðrum ræða þessi mál.

image

Blaðaúrklippa frá 1978.

Biturð kvenna hryggileg

Stórgott bréf  birtist í Morgunblaðinu þann 13. apríl 1967 . Velvakandi var þar ávarpaður og var bréfritarinn kona. Hófst það svona:

Saklausa fórnarlambið var bíllinn en kynin körpuðu.

Konan sem þetta skrifaði, árið 1967, vildi „svona til tilbreytingar“ senda Velvakanda bréf frá „einni (undirritaðri ) sem er ánægð, bæði með karlmennina og allt sem viðvíkur heimils bílnum,“ eins og hún orðaði það.

Gaman að fá svokallaðan „chance“

Þetta virðist, af innihaldi bréfsins að dæma, hið mesta lukkusamband tveggja einstaklinga og höfum í huga að hér er saga sögð á skjön við það taut og hjólfaradrulluspól sem birst hafði á sama vettvangi vikurnar á undan.

image

Þessi kona var búin að fá nóg af svartagallsrausinu sem birtist og tók af skarið með það fyrir augum að hafa áhrif á stefnu umræðunnar. Og svona var hún líka jákvæð:

„Ekki finnst mér nú heldur amalegt að vera kvenmaður í umferðinni, oft kemur fyrir að menn gefa bílnum mínum svokallaðan chance, og hef ég þá ímyndað mér, að það væri af þvi að ég er kona. Þess vegna brosi ég alltaf breitt í þakklætisskyni þá.“

Það er skemmtilegt hvernig bréfritari persónugerir bílinn. Að hennar mati var bílnum gefinn „séns“ en ekki endilega henni. Í það minnsta er orðalagið einlægt og skemmtilegt.

Rödd heyrist úr eyðimörkinni

Konan var viss um að hún væri ekki sú eina sem bæri körlunum vel söguna. Hélt hún áfram:

Fleiri orð voru ekki höfð um það í þetta skiptið en ætli ekki yrði uppi fótur og fit ef eitthvað sambærilegt birtist í Morgunblaði nútímans? Eða bara í hvaða fjöl- eða samfélagsmiðli nútímans?

Gaman að þessu og umhugsunarvert hvernig gildin hafa breyst en eru þó hvergi meitluð í stein!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is