Renault tengist Geely

Sameiginleg bílaframleiðsla í Suður-Kóreu:

Öll þekkjum vörumerkið Samsung – aðallega fyrir sjónvörp og farsíma, en núna gæti okkur staðið til boða að aka um á bíl frá Samsung.

image

Renault-Samsung verksmiðjan í Busan, Kóreu: Verksmiðjan er talin afar afkastamikil, en er ekki fullnýtt. Myndin sýnir Samsung SM6 fólksbílinn. (Mynd: Samsung)

Eins og fyrirtækin tvö tilkynntu á föstudag verða farartækin sem smíðuð eru í Busan ekki aðeins boðin í Suður-Kóreu heldur verða þau einnig flutt út.

Sala einstakra gerða í Norður-Ameríku er talin örugg, en í fyrstu var óljóst hvort útflutningurinn næði einnig til Evrópu.

Fyrir Renault þýðir nýja samstarfið tækifæri til að uppræta hið alvarlega bakslag í Kína. Árið 2021 dró Renault sig út úr Kína eftir taprekstur og langvarandi erfiðleika í framleiðslu.

Volvo grunnurinn verður einnig fáanlegur hjá Renault í framtíðinni

Samstarfsaðilarnir tveir vilja nota samþætta grunninn (CMA) fyrir þær gerðir sem fyrirhugaðar eru í Busan; grunn sem Geely og Volvo Cars þróuðu saman í Svíþjóð. Þessi grunnur er nú notaður í Volvo XC40, Polestar 2 og í ýmsum gerðum frá Geely's Lynk & Co vörumerkinu.

image

CMA grunnurinn getur hýst hefðbundnar brunavélar, hybrid-rafbíla eða tengitvinnbíla og fullar rafmagnsdrifrásir.

Renault hefur framleitt og selt bíla í Suður-Kóreu, að mestu byggða á evrópskum gerðum, í meira en tvo áratugi í gegnum Renault-Samsung Motors, staðbundið vörumerki með Samsung Group einingu. Renault á 80 prósenta hlut í fyrirtækinu.

Fjöldi bíla sem smíðaðir voru í Busan verksmiðjunni hafa verið fluttir út til Evrópu.

Þeirra á meðal eru Renault Arkana, fyrirferðarlítill jepplingur í coupe-stíl, sem og Koleos meðalstærðarjeppinn.

image

Eri Li, stjórnarformaður Geely, áður þekktur sem Li Shufu, sagði um samninginn: „Geely hefur með þessu bætt gagnkvæmu samstarfi á ferilskrána.“

(Automobilwoche og Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is