Hin spænska Laia Sanz er mikið hörkutól. Hún hefur keppt í mótorhjólaflokki í Dakar rallinu síðan 2011 og ekki misst úr keppni. Á sama tímabili, þ.e. á síðustu 11 árum, hefur hún keppt í fjölda keppna; Enduro, trial og ralli. Í þetta skipti keppir hún í fyrsta sinn á bíl í Dakar.

image

Laia Sanz. Ljósmynd/AOA/Florent Gooden/DPPI

Hún er ekki lítil, hún Laia Sanz, þvert á móti. Hún er 178 cm á hæð en keppir samt á Mini. Gaman er að greina frá því að pabbi hennar heitir Jesús og mamman María, en það eru vissulega mjög algeng nöfn á Spáni.

Laia er fædd 1985 og fjögurra ára gömul stalst hún til að prófa mótorhjól 25 ára gamals bróður síns. Gerði sér lítið fyrir og setti græjuna í gang. Og síðan hafa mörg hjólin verið ræst. Meira um stúlkuna hér.

image

Á fleygiferð í gærdag. Ljósmynd/AOA/Florent Gooden/DPPI

Aðstoðarökumaður hennar er Ítali að nafni Maurizio Gerini og hefur hann sömuleiðis keppt í enduro og ralli. Maurizio hefur í þrígang orðið Ítalíumeistari í enduro og það er vel. Þeim kemur vel saman og segir kóarinn að það sé honum mikill heiður að fá að keppa með Laiu og hann sé sífellt að læra af henni.

Eins og fram kemur í meðfylgandi myndbandi á Laia það til að verða dálítið ill þegar aðstoðarökumaðurinn týnir áttum og getur maður ímyndað sér djúpraddaða konuna segja eitthvað hraustlegt og hraustlega á spænsku við Ítalann.

Í myndbandinu hér fyrir neðan má sjá viðtal við hina áhugaverðu akstursíþróttakonu sem einnig er kölluð „eyðimerkurdrottningin“.

image
image

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Ljósmynd efst: AOA/Frédéric Le Floch/DPPI

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is