Fjórtán hundruð fersk rafhestöfl á fljúgandi ferð um Færeyjar! Þetta er næstum nógu magnað til að vera eitthvað sem Kolbeinn kafteinn úr Tinnabókunum hefði sagt, í þýðingu Lofts Guðmundssonar. En það er ekki þannig. Samt alveg hrikalega gott. Og fyndið er það sem fylgir. 

image

Meeeeee... Skjáskot/YouTube

Hér er um að ræða ferð ökumannsins Vaughn Gittin Jr. til Færeyja. Hann fór með skipi því fararskjóti hans fer helst ekki í flugvél. Ford Mustang Mach-E, 1.400 hestafla dúndur er fararskjótinn og þvílíkt og annað eins myndband!

image

Skjáskot/YouTube

Landslagið, bíllinn, aksturinn, fólkið, ökumaðurinn sjálfur… Þetta er of gott til að missa af því!
Ford-flipp í Færeyjum, gjörið svo vel!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is