Nokkrir skrítnir

Vinur minn horfði út um gluggann á skrifstofunni hjá mér og sagði: „Síðasta bílafíflið er ekki fætt sé ég. Hver kaupir sér svona fáránlegan bíl?“ Ég leit upp og sagði: „Það er nú bara ég.“

Flestir nota bíla til að komast frá einum stað til annars; með öruggum, hagkvæmum og þægilegum hætti. Ekki ég, ég hef ekkert á móti smá veseni.

Hér á eftir sýni ég ykkur nokkra af skrítnustu bílum sem komið hafa frá evrópskum framleiðendum í áranna rás

Lamborghini LM002

image

Einu sinni ákvað Lambo að gera sína eigin útgáfu af Hummer. Eins undarlega og þetta aflmikla V12 knúna ökutæki kann virka utan vega lítur það pínu skringilega út miðað við Hummerinn. Ætli flestir myndu ekki vilja borga minna fyrir meira pláss eða betri aksturseiginleika utan vega? Þessi „Rambo Lambo“ kostaði frá 120 þúsund dollurum. Bara vasapeningur!

Heinkel Kabine

image

Man einhver eftir bílnum sem frændinn ók í kvikmyndinni Addams fjölskyldan? Nú, ef ekki þá þurfa allir að vita að það var nokkurn veginn þessi bíll. Þessi bifreið varð til á sjöunda áratugnum í Þýskalandi. Í ljósi þess að framleiðandi bílsins smíðaði sprengjuflugvélar í stríðinu hefur hann án efa, með þessum bíl, viljað hanna einn minnst ógnandi bíl sem mögulegt væri.

Fiat Multipla

image

Þetta er mjög skrítinn bíll og hann fær mig til að halda að annaðhvort hafi hönnuðurinn ekki verið alveg búinn að læra á nýja teikniforritið eða hann hafi verið að djóka í samstarfsmönnum á föstudegi eftir hádegi.

Þessi bíll er eins og afkvæmi Fiat 600 Multipla árgerð 1957 og AMC Pacer árgerð 1978.

Annars er mikið pláss í þessum pínulitla fáránlega bíl og hér á Íslandi veit ég um einn sem ók þessum í leigubílaakstri. Ég hefði beðið um annnan, hefði ég lent á honum.

The Amphicar

image

Hér er annar sérstakur fugl. Bíll og bátur í sama eintakinu. Þessi gat keyrt ofan í vatn og siglt á allt að sjö hnúta hraða (það er um 14 km. hraði á klst.). Notagildið kannski ekki upp á sitt besta. „Hey, ég ætla í bíltúr og bátsferð í leiðinni.

Kem heim um áttaleytið, kannski!“ „Ekki gleyma björgunarvestinu.“

Um 4.000 eintök voru framleidd en verðið var frekar hátt sem er kannski ekki skrítið því þetta var bíll og bátur. Gott ef svona bíll hefur ekki sést á Hafravatni.

Ferrari Pininfarina 512 S Modulo

image

Okey, þetta gæti líka verið bátur en líkist meira geimskipi. Ferrari hefur reyndar smíðað marga flotta bíla en þessi Modulo frá árinu 1970 er vissulega ekki einn af þeim. Það er pottþétt. Skrímslið fékk hins vegar í kringum tuttugu viðurkenningar fyrir hitt og þetta. Hugsið ykkur að komast inn og út úr þessu. 550 hestafla V12 vél og hraðinn allt að 220 km. en nei, ég held ekki.

Fiat 600 Multipla

image

Til að gæta allrar sanngirni þá er þetta jú frekar gamall bíll. En það breytir því ekki að hann er frekar skrítinn. Þetta er Fiat 600 Multipla árgerð 1957. Þetta hefur kannski verið undanfari VW rúgbrauðsins? Það er eins og þeir hafi reyndar tekið VW rúgbrauð og golfkerru og blandað lúkkinu saman. Það gæti reyndar alveg komið heim og saman við golfbíl því bíllinn náði aðeins 59 km. hraða á klst.

Citroen C4 Cactus

image

Það verður nú að segjast að þegar Pontiac Aztek Walther's White virðist betri kostur sem jepplingur en aðrar gerðir er nú fokið í flest skjól. Hér er hins vegar kominn Citroen C4, Cactus. Spurning hvað C4 stendur fyrir – varla sprengiefnið? Svo er bara plast á hliðunum til að vernda bílinn fyrir Kringlubeyglum. Sumum finnst þessi bíll eitthvað ga-ga. En ekki mér. Ég hef átt tvo svona, fínir bílar.

Citroen 2CV

image

Einhverra hluta vegna dettur mér alltaf í hug trúðsútgáfa af VW Bjöllu þegar ég sé þetta ökutæki. Þetta er Citroen 2CV. Hann var ódýr, kraftlaus og flottur. Samt skrítið þar sem þessi bíll komst áfram á aðeins 9 hestöflum – sem er reyndar bara pínu meira afl en ég hef sem venjulegur maður, hefur þessi fákur verið kallaður „regnhlíf á hjólum.“

BMW Isetta

image

Jæja, ég er nokkuð viss um að þetta er bíllinn sem frændinn keyrði í myndinni um Addams fjölskylduna.

Takið eftir hvernig dyrnar opnast og hversu lítið pláss þú hefur – það hlýtur að vera þetta sem hefur gert þennan bíl svona vinsælan. Þetta varð söluhæsti eins strokks bíllinn í heiminum (kannski sá eini líka). Aflið var nánast ekki neitt og eyðslan ekki heldur. Isettan var að eyða 3,25 lítrum á hverja 100 km.

BMW GINA Light Visionary Model

image

Þetta er allavega mjög áhugavert form á bíl, að minnsta kosti. Að því sögðu, hversu undarlegur sem þessi bíll kann að vera þá hafði hugmynd BMW verið sú að gera ofur svalan bíl. Það eru höfundar Carophile sem telja þetta vera einn skrítnasta bíl í Evrópu og jafnvel þann teygjanlegasta líka.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is