Þarna er hann! Litli hlunkurinn í öllu sínu veldi – sem hefur látið bíða svona óskaplega lengi eftir sér (og mun láta bíða enn lengur eftir sér). Jú, ég á við Tesla Cybertruck! Hann var í prófunum á Tesla-brautinni í Fremont í fyrradag.

image

Skjáskot/YouTube

Þökkum fyrir að bílaspæjarar nútímans eru svo snjallir að eiga dróna. Það var einhver náungi, sem ég ætla að kalla bílaspæjara (sem er ekki lögverndað starfsheiti), sem varði drjúgum tíma  við Tesla verksmiðjuna ​í Fremont í Kaliforníu og tók upp ósköpin öll af myndefni og notaði til þess einhvern úberfínan dróna.

Það borgaði sig að doka þarna við góða stund því á Tesla Cybertruck ók af stað og fór voðalega marga hringi á prófunarbrautinni.

Eitt sem er áhugavert að sjá er hversu lítill eða stór hann er í samanburði við þekkta stærð sem er Tesla Model S (held ég fari rétt með - ef ekki þá segi ég bara „Tesla Model Eitthvaðannað“).

image

Annað sérstakt að mati undirritaðrar er hversu mikið endurkast (glampar á bílinn) kannski er það bara liturinn eða áferð lakksins en auðvitað spila stóru sléttu fletirnir hlutverk í þessu. Og rétt í þessu fæddist nýtt orð: Afglömpun! „Það er mikil afglömpun af bílnum.“ Nei, það hljómar ekki vel. Samt nýtt orð.

Það sem vekur líka áhuga er þessi svakalega stóra rúðuþurrka sem er örugglega á stærð við golfkylfu:

image

Upphaflega stóð til að ekki yrðu hefðbundnar (í þessu tilviki hefðbundin) rúðuþurrkur á Cybertruck heldur myndi í þeirra stað koma leiser sem lesa má um hér en í gærkvöldi á Twitter var þetta svarið sem Elon Musk gaf þegar einhver spurði hvað hefði orðið um laserhugmyndina:

image

Fleiri orð skrifaði hann ekki um rúðuþurrkuna og leisertæknina. Skjáskot/Twitter/elonmusk

Hann sagði þó seinna að enn ætti eftir að fínstilla eitthvað áður en Cybertruck færi í framleiðslu en hann sagði ekki hvaða atriði og ekki er víst að það hafi nokkuð með þessa boldangs rúðuþurrku að gera. Þetta skrifaði hann: 

image

Já, hann er upptekinn maður og stundum erfitt að átta sig á svörum hans. Skjáskot/Twitter/elonmusk

image

Nokkrir sprelligosar hafa gert grín að stóru rúðuþurrkunni. Skjáskot/Twitter/28delayslater

Í myndbandinu (sem er voðalega langt en gott) sést undarlegt aksturslag bílstjórans nokkuð vel úr lofti. Vonandi var ökumaðurinn bara að prófa akstursaðstoðarbúnaðinn og þess vegna er hann alltaf að aka yfir heila og brotna línu til skiptis. Ef ekki þá er eitthvað að bílnum eða ökumaðurinn í annarlegu ástandi…. Eða hann þá haldinn miðlínublindu, er það til?

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is