Á þessum degi, 22. nóvember, fyrir 54 árum var hulunni svipt af bíl nokkrum í Stokkhólmi í Svíþjóð. Þetta var Saab 99.

image

Myndir/Magnus Atterberg (Public Domain)

Hann var með fjögurra strokka línuvél og hallinn á vélinni var 45 gráður. Þessi 1709 rúmsentímetra vél gat, á góðri stundu, skilað afli sem nam 86 hestöflum (við 5500 snúninga). Vatnskæld var hún, vélin, en ólíkt því sem almennt tíðkaðist þá var kæliviftan rafdrifin. Og svo var alls konar fleira merkilegt í hönnun bílsins sem fara mætti mörgum fögrum orðum um.

image

Það var svolítið sniðugt sem einn breskur bílablaðamaður skrifaði (já, við erum stundum sniðug) eftir reynsluakstur á Saab 99 árið 1968. Grein blaðamannsins Archie Vicar, birtist í tímaritinu Mass Motorist og þar sagði meðal annars:

„Litli 99 hefur fengið alveg nýtt og skarpara útlit. Já, hann minnir nú bara á flugvél á fjórum hjólum.“

Það er nú kannski ekkert undarlegt að sjá á honum flugvélasvipinn því að SAAB stendur sannarlega fyrir Svenska Aeroplan Aktiebolaget (Swedish Airplane Aktiebolaget).

image

Saab 99 var framleiddur 588.643 eintökum og voru þau nú nokkur til hér á landi. Og eru enn!

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is