Viltu vita hvernig hljóðið er inni í nýjum Mercedes-Benz EQS þegar stillt er á „Sport Mode“ og hljóðumhverfið (Soundscape) Vivid Flux? Hér fyrir neðan er „tóndæmi“ en TopGear í Hollandi deildi á YouTube stuttu myndbroti þar sem heyra má hvernig hljóðheimur eða hljóðumhverfið er sem sérfræðingar Mercedes hafa skapað.

image

Þetta er ævintýralegt á að líta en ævintýralegur virðist hljóðheimurinn einnig vera, sem fylgir hljóðkerfinu Burmester®. Myndir/Mercedes

Sumir hafa nefnt Star Wars

Burmester® hljóðkerfið fæst sem aukabúnaður í hinn nýja rafbíl Benz, EQS, og kostar um 1400 evrur (rúmar 200.000 íslenskar kr.). Því fylgir tvenns konar hljóðumhverfi eða hljóðheimar sem velja má eitt og annað úr, kjósi maður ekki þögnina eða útvarpið.

Umræða um þennan tiltekna hljóðheim, sem fæst í sportstillingu og með kerfið stillt á Vivid Flux, hafa verið nokkrar á þræði á Reddit.com og þar eru margir á því að eitthvað minni hann [hljóðheimurinn] á Star Wars.

image

Hægt er að hlaða niður ýmsum hljóðrásum og ætli möguleikarnir verði ekki óteljandi innan einhverra ára. En hér fyrir neðan er myndbrotið og takið eftir að hljóðið fylgir fyllilega aksturslagi ökumanns!

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is