Mercedes-Benz EQB með 7 sæta valkosti, bætist í EQ-rafbílaflokkinn og verður frumsýndur á næsta ári

image

EQB - í raun rafknúin útgafa af GLB með brunavél – sem var frumsýndur á bílasýningunni í Shanghai í apríl. Hann er hluti af EQ rafbílalínunni frá Mercedes en aðrir bílar hennar eru EQA crossover, EQS eðalvagninn (sem kom á markað á þessu ári), stóri fólksbíllinn EQE og svo EQC sem er bíll í millistærðarflokki.

image

Mercedes EQB er með annan framenda en GLB, þaðan sem rafknúni jeppinn er fenginn.

Mercedes hefur ekki gefið upp verð fyrir EQB. Grunnverð GLB er um 40.000 evrur í Þýskalandi, en AMG gerð bílsins, sem er fjórhjóladrifin, er á 57.000 evrur.

image

Grunngerð EQB er með fimm sætum, en þriða sætaröðin er valkostur. Hún er ætluð minni farþegum (allt að 165 cm), segir Mercedes. Önnur sætaröðin getur einnig færst fram um allt að 140 mm til að skapa meira rými fyrir farþega í þriðju sætaröðinni.

image

Mercedes segir að sjö sæta valkosturinn muni gefa EQB forskot meðal sportjeppanna í þessum stærðarflokki. GLB hefur einnig valfrjálsa þriðju sætaröð.

image
image

Jafnvel þótt flestir GLB kaupendur noti sjaldan þriðju röðina „eru sjö sæti eitthvað mjög sérstakt í þessum flokki,“ sagði Marius Philipp, vörustjóri minni bíla hjá Mercedes, í fréttatilkynningu á mánudag.

image

Innréttingin, með tveimur 10,5 tommu skjáum, er næstum eins og í GLB, en efnisval er ólíkt.

Volvo, Audi og Genesis eru keppinautarnir

Meðal hugsanlegra keppinauta má nefna Volvo XC40 Recharge, Audi Q4 e-tron, Genesis GV60 og jafnvel Volkswagen ID4. BMW ætlar að setja iX1, útgáfu af X1, á markað á næsta ári, samkvæmt fréttum.

image

EQB er með annað útlit að framan og aftan en GLB. Án útblástursrörs er afturendinn mjórri og inniheldur númeraplötuna, sem er rétt fyrir neðan afturrúðuna á GLB. EQB-bíllinn er með ljósastiku í fullri breidd frekar en aðskilin afturljós.

image

Að aftan er númeraplatan nú innbyggð í stuðarann og ljósastika er í fullri breidd.

Framendinn er loftaflfræðilegri, aðalljós og grill eru samtengd í eina einingu og neðri loftinntökin eru stærri en á GLB. Felgurnar eru líka með loftaflfræðilegri hönnun.

image

Munurinn á innréttingunni er ekki mikill, þá með nokkru af nýju efnisvali, þar á meðal rósagulli á loftopum.

Tvær gerðir – báðar með fjórhjóladrifi

Í fyrstu verður boðið upp á tvær gerðir, báðar með fjórhjóladrifi: EQB 300 4MATIC, sem skilar 225 hö (168 kílóvöttum) og 390 Nm; og EQB 350 4MATIC, með 288 hö (215 kW) og 520 Nm. Aðaldrifmótorinn er að framan, með rafdrifnum öxlum sem knýja afturhjólin þegar þörf krefur.

EQB 300 fer úr 0-100 km/klst á 8 sekúndum, en EQB 350 tekur 6,2 sekúndur að ná 100 km/klst. Mercedes segir að drægni samkvæmt WLTP-ferli sé 419 km fyrir báðar gerðir.

image

Stemmningslýsingin er skemmtileg að kvöldlagi og má velja um fjölda lita.

Báðir eru með 66,5 kílóvattstunda rafhlöðu, en með gerðum með lengri drægni fyrirhugaðar. Hleðslutími frá 10 prósent til 80 prósent á 100 kW stöð er 32 mínútur, segir Mercedes. Framtíðarframboðið mun samanstanda af fjórum  framhjóladrifnum gerðum.

Það eru fjórar orkuendurnýtingarstillingar sem hægt er að stjórna með flipum á stýrinu. Að auki gefur innbyggður „akstursaðstoð“ sem kallast ECO Assist, ráð um hvernig auka megi drægni.

Mercedes býður kaupendum upp á ókeypis hleðsluár á stöðvum í Mercedes Me netinu, sem nær yfir 250.000 almenningsstöðvar í Evrópu.

image

EQB er fyrsti rafbíllinn sem smíðaður er í verksmiðju Mercedes í Kecskemet í Ungverjalandi, eftir fjárfestingu upp á meira en 100 milljónir evra þar. Bíllinn verður einnig smíðaður í Beijing fyrir kínverska markaðinn.

Hvað finnst þér, lesandi góður? Smelltu hér til að skapa umræður við Facebookfærslu þessarar greinar! Og endilega láttu þér „líka“ við okkur á Facebook til að missa ekki af fréttum úr bílaheiminum.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is