• Hugmynd Kia að nýjum EV9 crossover sýnd fyrir frumsýninguna þann 17. nóvember

    • Sterklegur, kassalaga rafbíll notaður til að sýna áherslu Kia á sjálfbærni

Með aukinni rafbílavæðingu má sjá að hönnun hins hefðbundna fólksbíls er að breytast – og það hressilega!

Einnig birtust nokkur stutt myndbönd á Instagram og YouTube, þar á meðal þetta hér:

Enn meira kassalaga

Ef við áttum von á einhverju kassalöguðu, þá hefur nú verið staðfest að yfirbygging bílsins verður einmitt kassalaga.  

image

Skyggðu myndirnar sýna breiða yfirbyggingu, áberandi axlarlínu sem skilur gluggahlutann að frá málmyfirborðinu fyrir neðan. Fyrir neðan þessa línu má sjá á EV9-hugmyndabílnum bretti með ferköntuðum áherslum sem eru yfir flottum felgum þar sem hönnunin minnir á spólur í gömlu segulbandstæki. Til viðbótar eru m.a. löng framljós sem liggja ofan á brettunum að grillinu, rist með innbyggðum litlum ljósum, LED afturljós sem eru sveigð upp og stór, egglaga sóllúga.

image

Að sjálfsögðu „flugvélastýri“

Að innan er rétthyrnt stýri fest við stýristúpuna með breiðum armi að neðan. Á bak við það er eina „skrautið“ á mælaborðinu, ofurbreiður skjár og nokkrir upplýstir vísar meðfram fremstu brún mælaborðsins. Það virðast ekki vera neinir hnappar á mælaborðinu eða miðjustokknum.

Í kynningunni sagði Karim Habib yfirhönnuður Kia að í EV9 hugmyndabílinn verði  endurunnið fiskinet notað í gólfefnið, endurunnið plast og ullartrefjar í sætisáklæðin sem og „vegan“- leður.

Að innan yrði bíllinn með eins konar sveigjanlegt setustofurými, sem gæti þýtt flott snúningssæti sem myndu byrja að undirbúa okkur fyrir „sjálfakandi“ stofurnar sem við höfum horft á í hugmyndaformi í mörg ár. Eða minna á breytta „van“-bíla frá áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

image

Frumsýndur 17. nóvember í Los Angeles

EV9 hugmyndabíllinn verður frumsýndur 17. nóvember á bílasýningunni í L.A., sama dag og crossover hugmyndabíllinn, Hyundai Seven, verður frumsýndur. Framleiðsluútgáfa EV9 er væntanleg einhvern tíma árið 2023 og verður sennilega stærst þeirra rafbílunum sem tilheyra EV-línu Kia. Bílarnir bera allir nafnið EV og fyrir aftan það kemur tala, frá 1 til 9. Kia mun líklega veita einhverjar upplýsingar um aflrás bílsins á frumsýningunni sjálfri.

image

Eftir 2023 verður markið Kia að bjóða einungis rafbíla á Evrópumarkaði frá 2035 og en á öðrum lykilmörkuðum verður miðað við árið 2040. Framleiðandinn stefnir að því að fyrirtækið verði kolefnishlutlaust árið 2045.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is