Míkróskurður – hvað er það?

Míkróskurður er aðferð við að skera þunnar rifur yfir gúmmíyfirborð til að bæta grip í bleytu eða hálku.

Það hefur töluvert aukist að láta „míkróskera“ dekk til að bæta hæfni þeirra til að takast á við vegyfirborð í bleytu eða hálku.

image

Einkaleyfi frá árinu 1923

En þetta er ekki alveg nýtt, því einkaleyfið á þessum skurði er frá árinu 1923. Míkróskurður, sem oft er kallað „siping“ var fundinn upp af John F. Sipe og fékk hann einkaleyfi á árinu 1923.

Hvað er „míkróskurður“ eða „siping“ og hvernig er þetta gert?

Skurðurinn er ferlið við að skera þunnar rifur þvert yfir yfirborð dekksins til að bæta grip við akstur í snjó, bleytu eða hálku.

Svona skurður getur einnig hjálpað til við að stjórna hita í dekkjum þegar vegurinn er of heitur.

Skurðurinn er gerður með því að setja dekkin (ný eða notuð) á sérhannaða vél sem snýr dekkjunum á meðan búnaðurinn býr til litla, næstum ósýnilega 90 gráðu skurði í slitfletinum á dekkinu. Það er í raun stundum auðveldara að segja til um hvort búið sé að míkróskera dekkið með því að finna það í akstri en sjá það með berum augum.

Betri hemlun

Óháðar rannsóknir hafa leitt í ljós að dekk með míkróskurði stöðvist fyrr þegar hemlað er; þ.e. hemlunararvegalengdin sé styttri á bíl sem er á míkróskornum dekkjum. Míkróskurður bætir grip og hemlun, gerir aksturinn mýkri og lengir endingu dekkja.

Míkróskurður mun ekki draga úr frammistöðu dekkja á nokkurn hátt.

Dekkið heldur seiglu sinni vegna einkaleyfis á skurðarferlinu. Þetta skilur óskorin svæði, sem kallast bindistaðir, eftir ósnert og heldur slitlagi dekkjanna sterku.

Betra grip

image

Hér sést hvernig míkróskornu brúnirnar grípa betur í yfirborð vegarins.

Yfirborð dekksins samanstendur af mörgum smærri flötum sem kalla má slitlagskubba. Þessir fletir á „kubbunum“ eru sérstaklega mikilvægir þegar kemur að hálum eða blautum vegum.

Bætt hemlun

image

Samanburður á gripbrúnum hjólbarða.

Rannsóknir hafa sýnt að áhrifaríkasti hemlunarkrafturinn á sér stað strax áður en gripið tapast. Míkróskurðurinn eykur tímann þar sem hámarks hemlunarkraftur er til staðar, með því að rétta núverandi slitlagi „hjálparhönd“.

Mýkri akstur

Dekkin taka á sig högg frá yfirborði vegarins. Þegar yfirborðið er grófara eða hrjúft, reynir enn frekar á dekkin.

Míkróskurður gefur dekkjunum mun meiri sveigjanleika, sem leiðir til meiri mýktar í akstri.

Þetta dregur aftur á móti úr sliti á belgnum á dekkinu (slitfleti, hliðarveggjum, kanti og strigalögum) og lengir endinguna á dekkinu.

image

Lengri líftími dekkja

image

Hitamyndun er algeng orsök fyrir hröðu sliti og jafnvel bilun í dekkjum. Þó að þessi hiti sé náttúruleg afleiðing af núningi, getur of mikill hiti verið neikvæður.

Míkróskurður dregur úr núningshita og áhrifum hans á dekkið með því að leyfa dekkinu að kólna.

Örfínu raufarnar eftir míkróskurðinn virka með því að einangra hitann í litlum „hólfum“ og leyfa lofti að fara á milli þeirra og dreifa þannig hitanum og kæla dekkið á náttúrulegan hátt.

Af hverju koma dekk ekki míkróskorin frá framleiðanda?

Í fyrsta lagi væri ferlið sem notað er við míkróskurðinn of dýrt og tímafrekt fyrir framleiðendur. Auk þess skilur dæmigerður verksmiðjuskurður eftir litlar, lausar eyður í slitlaginu.

[Birtist fyrst í október 2021]

Þessu tengt: 

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is