2020 árgerð Skoda Octavia frumsýnd með nýrri tækni og betra notagildi

Lengri og breiðari en forverinn, þessi nýja Octavia styrkir stöðu sína sem einn stærsti bíllinn í sínum flokki.

Ekki fyrir svo löngu sýndum við hér á Bílablogg teikningar sem gáfu góða hugmynd um það hvernig nýja Octavian frá Skoda myndi líta út, en bíllinn var frumsýndur að kvöldi mánudagsins 11. nóvember og samhliða birti Skoda alvöru myndir sem lýsa þessum nýja bíl vel.

image

Augu bílaheimsins beindust í dag til Prag í Tékklandi þar sem ný Skoda Octavia var frumsýnd.

Myndirnar sem hafa birst af bílnum fram að þessu hafa sýnt bílinn aðallega í station-gerðinni en einnig sem venjulegur „liftback“ og viðbótartengdar afleiður þeirra sem bera „iV“ merkið.

image
image

Frumsýndur með viðhöfn í Prag

Frumsýningin á þessum nýja bíl var sett upp sem sjálfstæður atburður í Prag í Tékklandi.

image
image

Alveg ný hönnun innanrýmis, stórir skjáir og lýsing.

Octavia er núna að birtast í sinn fjórðu útgáfu (fimmtu ef gerðin sem var á markaði 1959-1971, en á í raun ekki samleið með þessum bíl), fylgir í fótspor nýja Volkswagen Golf sem frumsýndur í síðasta mánuði. Þótt bílarnir séu skyldir þá eru þeir áfram í efri hluta þessa stærðarflokks þegar röðin kemur að stærð þar sem „liftback“-bíllinn er nú 19 mm lengri og 15 mm breiðari en áður,  4689 mm og 1829 mm, hvort um sig. Stationbíllinn eða „Combi“ - sem er mest seldi bíll í þessum flokki í Evrópu - hefur einnig verið teygður (+22 mm) og breikkaður (+15 mm) og hann hefur nú nákvæmlega sömu lengd og „liftback“-bíllinn. Báðir bílarnir deila sama hjólhafi sem mælist 2686 mm eða eins og áður.

Enn meira farangurspláss

Aukin stærð kemur á óvart þar sem fyrri bíllinn var þegar orðinn nokkuð stór, en það eru þó nokkrir kostir. Til dæmis hefur flutningsgeta „lyftback“-bílins aukist um 10 lítra í 600 lítra á meðan „Combi-útgáfan“ hefur hoppað upp um 30 lítra í mjög gott farangursrými eða 640 lítra. Að auki er pláss fyrir hné hjá farþegum að aftan betri en nokkru sinni fyrr - í 78 mm eða 5 mm meira en í gerðinni sem nú var að kveðja.

image

Líkt og í nýja Golf er sjálfskiptingunni stjórnað með litlum flipa.

Ný framljós

Octavia 3 hefur verið gagnrýnd nokkuð fyrir „fjögurra augna“ og því mátti lesa á bílavefsíðum eftir frumsýninguna að margir eru ánægðir með ákvörðun Skoda um að snúa aftur í venjuleg framljós. Framljósin eru fáanleg með „matrix“-LED-tækni, framljósin eru sléttari en þau gömlu og veita bílnum hátæknilegt útlit. Þokuljós í líkingu við Superb eru áberandi að framan, en grillið hefur nú fleiri brúnir en áður.

Minni munur á hlið

Hliðarsniðið hefur ekki breyst svo mikið, en Skoda nefnir að það séu ný 19 tommu álfelgur í boði og ferskir litir kallaðir Crystal Black, Lava Blue og Titanium Blue. Að auki munu kaupendur geta valið um Chrome og Dynamic pakka en Combi-bíllinn státar af endurhönnuðum þakbogum. Athyglisvert er að stuðull loftmótstöðu hefur verið lækkaður í 0,24 fyrir „liftback“ og 0,26 fyrir Combi til að bæta eldsneytisnýtingu og draga úr losun.

Breyttur afturendi

Að aftan til eru ljósin í sama stíl og á Scala, með nútímalegra útliti og á sama tíma  er lögð áhersla á aukna breidd Octavia þar sem ljósin teygja sig nú inn á afturhlerann. Afturljósin eru með fullri LED-lýsinguog eru kraftmeiri.

image

Farangursrýmið í Combi-gerðinni er núna 640 lítrar og hægt að stækka það í 1.700 lítra ef aftursæti er lagt fram.

Aðrar breytingar sem eru áberandi aftan á eru meðal annars varlega hallandi farangurslok „lyftback“-bílsins og búið er að fjarlægja fyrirtækjamerkið og skipta út með stóru „SKODA“ merki. Combi-bíllinn státar af stórum vindkljúf á þakbrún og er með afturrúðuþurrku, en það verður að borga aukalega fyrir hana á „liftback“-bílnum

Alveg nýtt mælaborð

Með því að stíga inn í byltingarkennda breytinguna sem VW hefur gert á Golf, er Octavia, sem kjarnamódel Skoda, komin með alveg nýtt mælaborð svipað því sem komið er í Golfinum. Í stað samþætta snertiskjáins fyrir upplýsinga- og afþreyingarkerfið er nú kominn stór skjár, líkur spjaldtölvu efst á mælaborðinu, staðsettur til hægri við mælaborðsklasann.

image

Stýri með aðgengi að 14 mismunandi aðgerðum

Tveggja pílára stýrið er hér að birtast sem frumraun í framleiðslu Skoda og veitir ökumanni aðgengi að 14 mismunandi aðgerðum. Sé sjálfskiptingin valin er búið að skipta stórri gírstönginni í eldri Octaviunni út fyrir lítinn valflipa, líkt og í Golf. LED lýsing á hurðarspjöldum og mælaborðinu verður boðin í 10 völdum litum, eins og nýlega þróað valfrjálst hljóðkerfi, og allt að fimm USB-C tengjum hefur verið bætt við 230V rafmagnsinnstungu.

image

Vélbúnaður svipaður og í Golf

Hvað vélbúnað varðar þá endurspeglar Octavia augljóslega það sem er í nýja Golf. Það byrjar með þriggja strokka 1,0 TSI bensínvél sem er 110 hestöfl og 200 Nm , sem þú getur haft með vægri blendingstækni. Fjögurra strokka 1,5 TSI er gefin upp 150 hestöfl og 250 Nm og er einnig fáanleg í rafmagnsafbrigði þar sem báðar eru með „e-TEC“ merkinu.

image

Öflugast gerð Octavia þegar bíllinn kemur á markað verður útgáfa búin með DSG 2.0 TSI sem er 190 hestöfl og 320 Nm, sem mun vera 6,9 sekúndur að fara  úr 0-100 km/klst, og topphraðinn er 232 km/klst.).

Líka dísil

Hvað varðar dísilvélari verður 2.0 TDI fáanleg með 116 hestöflum, 150 hestöflum og 200 hestöflum, með annað hvort sex gíra handskiptingu eða sjö gíra DSG. Tog dísilvélarinnar getur farið allt að 400 Nm fyrir fjórhjóladrifsgerðina, sem lýkur sprettinum 0-100 á 7,1 sekúndu.

image

Tengitvinn-gerð

Líkt og Superb iV og Golf GTE, verður nýja Octavia í boði með tengitvinnbúnaði sem er gefinn upp sem samanlögð 204 hestöfl og 350 Nm, með 1,4 TSI bensínvél og rafmótor. Kerfið er hannað til að vinna með sex gíra DSG og 13 kWh rafhlöðupakka sem býður upp á aksturssvið á rafmagni sem er 55 km byggt á mælistuðli WLTP. PHEV-gerðin mun minnka rúmmál farangursrýmis, sem lækkar í 450 lítra fyrir „liftback“ og í 470 lítra fyrir Combi.

image

Combi kemur fyrst á markað

Combi-bíllinn verður fyrstur til að koma í sölu á markaði, þar sem þessi gerð er vinsælasti bíllinn í þessum flokki bíla, en „liftback“-gerðin kemur nokkrum vikum síðar. „Scout“-gerðin og hinn sportlegi RS hafa þegar verið staðfestir á markað á árinu 2020.

(byggt á fréttavef Skoda og ýmsum vefsíðum um bíla – myndir frá Skoda)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is