Chris Corbould hefur unnið að hverri Bond-mynd síðan „The Spy Who Loved Me“ kom út árið 1977.

Á seinni árum hafa margar stórmyndir verið kvikmyndaðar hér á landi, eða öllu heldur hlutar þeirra, og þar hefur íslensk náttúra notið sín til fulls.

Þegar „snjóbrellumeistarinn“ þurfti ekkert að gera

Sá sem þetta skrifar var að vinna við þessa kvikmynd á sínum tíma og það var skemmtileg upplifun að vera „lítil skrúfa“ í svona verki. Hlutverk mitt var að keyra á milli Reykjavíkur og Jökulsárlóns, eða hluta leiðarinnar, því annar bíll kom ávallt á móti til að taka við sendingum og ég fékk sendingar til að fara með til baka, því í lok hvers dag voru kvikmyndafilmur dagsins sendar til London til framköllunar, og síðan komu vinnueintök á vídeóspólu til baka fyrir leikstjórann og tökuliðið.

Brellumeistarinn kom austur, athugaði tækin sín, fór svo að sofa og stillti klukkuna á 6 að morgni til að vera tilbúinn að búa til snjóinn.

Hann vaknaði, leit út og sá sér til ánægju að máttarvöldin höfðu gengið í lið með honum, því það var komin fimm sentímetra jafnfallin snjóbreiða yfir allt svæðið. Hann fór því bara aftur inn, breiddi upp fyrir haus og hélt áfram að sofa. Hann kom svo með mér í næstu ferð í bæinn og flaug til útlanda daginn eftir.

Verið viðloðandi allar Bond-myndir í meira en 25 ár

image

Chris Corbould – við þekkjum kannski ekki nafnið en allir Bond-aðdáendur hafa næstum örugglega séð verk hans.

Chris Corbould hefur verið umsjónarmaður tæknibrellna allra James Bond mynda síðan „GoldenEye“ frá 1995 og hefur unnið á einhvern hátt að hverri og einni síðan „The Spy Who Loved Me“ kom árið 1977.

James Riswick hjá Autoblog-vefnum var með langt viðtal við Chris Corbould á dögunum þar sem hann fór yfir þátt sinn í vinnslu á þessum Bond-kvikmyndum, og við skulum líta aðeins nánar á viðtalið:

„Ég var svo heppinn að fá tækifæri til að setjast niður með Corbould fyrir langþráða frumsýningu á „No Time to Die“. Corbould miðlaði af reynslu sinni um að búa til einstök glæfrabrögð í sögu Bond-myndanna, þar á meðal hvernig hlutirnir hafa breyst í gegnum árin, hvernig Bond-myndir eru mismunandi og hvernig það er að hanna ekki aðeins glæfrabrögðin, heldur nokkra af bílunum í þeim.

image

Chris Corbould er hér á tökustað Bond-myndarinnar að skoða bíl Bond.

Autoblog: Hver er stærsti munurinn á því að vinna við Bond-mynd eða öðrum myndum?

image

Hér má sjá Bond „hringspóla“ snemma í nýju Bond-myndinni.

image

En James Bond lét sér nægja einfaldara ökutæki í nýjustu myndinn en Aston Martin – því hér er gamall Land Rover látinn nægja.

Autoblog: Ég uppgötvaði í raun viðtal við þig árið 1999 þar sem þú sagðir að „Bond-fólkið sé stolt af því að ENN séu þau að framkvæma glæfrabrögðin í alvöru“ í stað þess að búa þetta til í tölvu. Og það var fyrir 22 árum síðan.

image

Það gekk mikið á í eltingaleiknum á Jökulsárlóni og bíll Bond endaði á hvolfi.

image

Jaguar XKR var bíll Zao, „vonda kallsins“ í myndinni, leikinn af Rick Yune. XKR þótti viðeigandi samsvörun fyrir Zao, þar sem slétt ytra byrði sameinast krafti og grimmd.

image

Það voru meira að segja komin íslensk bílnúmer á bíl „vonda kallsins“ í eltingaleiknum á Jökulsárlóninu um árið.

Hitt sem við urðum að íhuga var að við vorum á ís og urðum að hugsa um öryggi ökumanna og hvað myndi gerast ef ísinn brotnaði. Þeir voru 2 tonn hvor, þessir bílar. Þannig að við byggðum inn í bílinn sjálfvirka uppblásna poka, þannig að ef það myndi gerast, að ísinn brotnaði, þá myndu þeir blásast sjálfkrafa upp og halda þessum bílum á floti.

Smíðuðum jafnvel bílana sjálfir

Í myndinni þar á undan, voru Z8 í myndinni „The World is Not Enough“. Þeir voru aðeins frumgerð bíla á þeim tíma og það voru bara tveir bílar af slíkri frumgerð í boði, þannig að við smíðuðum sjálfir þrjá aðra bíla út frá þessum frumgerðum.

(Byggt á viðtali á vef Autoblog)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is