Tveir tróna á toppnum

Tveir fráustu bílar sögunnar þ.e. af þeim bílum sem eru löglegir beint á götuna mættust á dögunum í kvartmílukeppni. Mjög ólíkir bílar en báðir smíðaðir af hátæknifyrirtækjum en ekki hefðbundnum bílaframleiðendum.

Þessir bílar eru mjög frábrugðnir en báðir bestir í sínum flokki. Þessir bílar eru Tesla Model S Plaid og Rimac Nevera.

Lítum á myndbandið. En ég held að mér sé óhætt að segja að þessir bílar ná mjög spennandi tímum.

Þegar ég var ungur maður þá dreymdi mann að ná tíma á kvartmílunni sem var reyndar mikið verri en það sem þessir bílar ná. Bíllinn sem ég átti fór reyndar aldrei í minni eigu á kvartmílubrautina en hefði hann gert það þá hefði ég orðið að breyta honum svo mikið að ég hefði varla fengið að keyra í venjulegri umferð.

Núna, hefði ég sand af seðlum, gæti ég pantað mér bíl sem ég myndi geta farið á út í búð, keppt í kvartmílu og flest allt þar á milli.

En þetta hefði ég látið mér detta í hug fyrir 40 árum.

image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is