Einn af 475 eintökum

Alfa Romeo 475 Touring Series 2, 1900C Super Sprints – já, það vantar ekkert upp á að nafnið sé „fancy“ en það verður að segjast að bíllinn er það líka. Hvað sem menn hafa að segja um Alfa Romeo bíla eru þeir umfram allt byggðir í form fegurðar. Þessi bíll er árgerð 1954.

image
image

Eintakið sem um er fjallað í dag er búið að vera í eigu sama aðila í 36 ár eða frá því um 1985.

Bíllinn var allur tekinn í gegn seint á níunda áratugnum og lítur út eins og hann sé að renna út af færibandinu í verksmiðjunni.

image
image

Byrja stórt árið 1950

Það var síðan árið 1950 sem Alfa Romeo kynnti sinn fyrsta nýja bíl eftir stríð. Það var Alfa 1900. Þessi bíll var ekki einatt sá fyrsti sem Alfa framleiddi eftir stríð heldur einnig sá fyrsti sem var „unibody“ bíll frá Alfa Romeo í Mílanó. Undir vélarhlífinni var 1,9 lítra fjögurra strokka með tvöföldum kambási og skilaði nokkuð sportlega um 90 hestöflum.

image
image

1900 fékk einnig klofspyrnu (wishbone, eða í laginu eins og „óskabein“ úr kjúklingi) og gormafjöðrun að framan, sem virkaði samhliða “lifandi” afturöxli.

image
image

Framúrskarandi í kappakstri

Þetta þótti eflaust vel í lagt hjá Alfa Romeo með þennan kagga á þessum uppbyggingar tímum. En hann sór sig í fjölskylduna. Það kom því ekki ekki á óvart að 1900C kom árið eftir og þá með Sprint í gerðarnafninu líka. Bíllinn var að mestu leyti eins og 1900 bíllinn en aðeins styttri. Að sjálfsögðu vel sportlegur bíll. 1900C var með „cabriolet“ hönnun frá Pinnafarina og „coupé“ bíllinn var hannaður af Touring.

image

Með stærri vél upp í 1975cc sem gaf um 115 hestöfl og smíðuð úr áli var afl og þyngdarhlutfall þessa kúpubaks algerlega frábært og því stóð hann sig best á kappakstursbrautinni.

Þessi bíll kom af færibandinu þann 31. mars árið 1954 og afhentur kaupanda að nafni Guiseppo Mattioli. Bíllinn var skráður í Bretlandi þann 12. maí 1960.

image

Þetta er samskonar gerð bíls sem Alfa hóf aftur framleiðslu á eftir stríð á meðan þeir voru að ná sér á strik eftir stríðið.

image

Og uppfærður Alfa 6C 2500 frá 1948.

[Birtist fyrst í ágúst 2021]

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is