Bíllinn sem náði ekki að verða rallýbíll

Nú hefur nýju ljósi verið varpað á talsvert gamalt mál og tilraun Mitsubishi til að koma með sambærilegan bíl og Audi Quattro og Ford RS200 á toppi rallý tímabilsins. Þetta gerist eftir að áður óséðar opinberar skissur af fjórhjóladrifnum Starion fundust í skjalasafni.

Þessar hugmyndir að bílnum voru sendar einum umboðsmanni Mitsubishi í Bretlandi árið 1984.

Talið er að þær sýni svart á hvítu að Mitsubishi var alvara með smíði 200 eintaka Starion 4WD bílsins og stimpla sig þannig inn í rallýheiminn.

image

Mitsubishi Starion 4WD - rallýbíllinn sem aldrei var smíðaður.

image

Átti að vera jaxl

Mitsubishi Starion 4WD er þannig einn af „týndu bílum“ rallýheimsins samhliða hinum afturhjóladrifna Ford Escort RS1700T (RS200 kom í staðinn fyrir þann Ford) og Audi Quattro Sport með millistærðar vél.

Audi-inn sá var í prófunum í gömlu Tékkóslóvakíu þegar fréttir af bílnum komustu í hámæli og var síðan í kjölfarið sleginn af.

image
image

Mitsubishi Starion 4WD var þróaður af Ralliart teyminu í Bretlandi undir stjórn fyrrum ökumannsins Andrew Cowan með aðstoð frá fyrrum Audi tæknimanninum Alan Wilkinsson.

Hann átti að vera með 2,0 lítra vél í framleiðsluútgáfunni - í raun uppfærð útgáfa af Lancer-mótornum.

Laufléttur og aflmikill

Vélin átti að skila um 350 hestöflum og byggingarefni bílsins, koltrefjar og Kevlar plastefni áttu að halda þyngd bílsins í rétt rúmlega tonni.

image

Peugeot 205 Turbo 16.

image

Audi Quattro Sport með millistórri vél sem passaði í B grúppuna.

Aðalmunurinn á aldrifsbílnum og hefðbundnum Starion var drifkerfið. Rallý útgáfan átti að vera fjórhjóladrifin. Einnig hafði sérstökum framljósum bílsins sem opnuðust upp að framan verið skipt út fyrir hefðbundnari ljósabúnað.

Frumgerðin náði sjötta sætinu

Í bréfinu fyrrnefnda til breska umboðsmannsins kom fram að Mitsubishi ætlaði að framleiða 200 sérmerkt og númeruð eintök bílsins og kynna hann svo á British motor show árið 1984.

image

Ford Escort RS1700T.

Frumgerð bílsins var einnig sýnd á alþjóðlegum viðburði á RAC rallinu árið 1984. Verkefnið dróst hins vegar sífellt á langinn og á meðan ætlað var að bíllinn yrði framleiðsluhæfur var B flokkur rallsins lagður og þar með hinn merkilegi Mitsubishi Starion.

image

Ford RS200.

Forveri Galant VR-4

Vinnan við bílinn var þó aldeilis ekki öll til ónýtis því Mitsubishi og sér í lagi Ralliart notuðu reynsluna varðandi vél og skiptingu og yfirfærðu við hönnun og framleiðslu á Galant VR-4 sem passaði sem keppnisbíll í A grúppu.

image

Mitsubishi Galant VR-4.

image

Mitsubishi Evolution úr smiðju Ralliart.

Byggt á grein Autoexpress.

[Birtist fyrst í maí 2021]

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is