VW sýnir ID.6 X og ID.6 Cross í Shanghai – bara fyrir Kína

    • VW miðar á kínverskar fjölskyldur með ID6, stærsta rafbílnum í ID-linunni hingað til
    • Crossover-bíllinn var hannaður fyrir stærsta markað bílaframleiðandans þar sem rúmgóð ökutæki eru vinsæl

Volkswagen hefur verið að hasla sér völl á sviði rafbíla að undanförnu með aukinni sókn – og þar er ID-fjölskylda rafbíla sem aðeins notar rafhlöður fremst í flokki.

image

ID.6 í tveimur gerðum frumsýndur í Shanghai

En sókn ID-bílanna heldur áfram, og nú síðast austur í Kína, þar sem ID.6 var fumsýndur í tveimur gerðum á alþjóðlegu bílasýningunni í Shanghai.

image

ID.6 Crozz og systurgerð hans, ID.6 X, verða lykillinn að því að hjálpa VW vörumerkinu að auka markaðshlutdeild sína fyrir rafknúna ökutæki í Kína. VW kynnir ID.6 Crozz á sýningunni í Changhai. Mynd REUTERS.

Volkswagen miðar á fjölskyldukaupendur í Kína með ID6, stærstu rafhlöðuknúnu gerð sinni til þessa.

„Við höldum skriðþunga og aukum smám saman úrval okkar af MEB-bílum. Árið 2023 mun Volkswagen vera með alls átta mismunandi bíla í Kína“, sagði Ralf Brandstaetter forstjóri vörumerkis VW.

Vörumerki VW stefnir að meira en 50 prósenta markaðshlutdeild fyrir rafknúin ökutæki í Kína og Bandaríkjunum árið 2030, sagði fyrirtækið í mars. Það miðar að því að minnsta kosti 70 prósent ökutækja sem seldar eru í Evrópu verði þá rafknúin.

image

ID6 X er útgáfa SAIC Volkswagen Auto í Kína af stóra rafknúna krossover-bílnum. Mynd REUTERS.

Bílarnir eru 4880 mm að lengd og þeir eru því aðeins lengri en 4878 mm Touareg, stærsti sportjeppi VW með hefðbundinni brunavél.

Kemur á Bandaríkjamarkað en sennilega ekki til Evrópu

Útgáfa af ID.6 er líkleg til að bætast við bandaríska framboðið hjá VW og verða smíðuð á staðnum, en ekki fyrr en eftir nokkur ár. Engin áform eru uppi um það núna að selja þennan crossover í Evrópu, hefur VW sagt.

ID6 kemur án áþreifanlegra hnappa og rofa. Stýrikerfi bílsins notar 12 tommu skjá með snertiskjá og Hello ID raddstýringarkerfi VW vörumerkisins.

image

ID6 X verður smíðaður af SAIC Volkswagen Auto og ID6 Cross af FAW-Volkswagen Auto.

VW segir sprettiskjá í sjónlínu ökumanns verði aukabúnaður. Hann varpar örvum frá leiðsögukerfinu yfir á rétta akrein.

ID.6 verður framleiddur í verksmiðjum í Anting og Foshang, Kína. ID6 X verður smíðaður af SAIC Volkswagen Auto og ID6 Crozz af FAW-Volkswagen Auto.

ID.6 er þriðja gerðin byggð á rafknúnum rafmagnsbílum á MEB-grunni  bílaframleiðandans, í kjölfar frumaýningar í fyrra á ID3 í svipaðri stærð og Golfs og ID4 sem er svipaður Tiguan að stærð. Þessi 300 mm til viðbótar í ID.6 að lengd miðað við ID.4 rúmar þriðju sætaröðina.

image

ID6 kemur án áþreifanlegra hnappa og rofa. Stýrikerfi bílsins notar 12 tommu skjá með snertiskjá og Hello ID raddstýringarkerfi VW vörumerkisins.

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is