Er lækkun hámarkshraða í Reykjavík raunhæfur kostur?

    • Góð og þörf umræða um þetta mál á vef FÍB

Miklar umræður hafa skapast á samfélagsmiðlum um fyrirhugaðar lækkanir á umferðarhraða í Reykjavík, á þeim götum sem borgin hefur yfir að segja.

image

En mati þess sem þetta skrifar er þetta óraunhæft sjónarmið, að lækka umferðarhraðann einhliða, og samhliða því hefur formaður skipulagsráðs komið fram með sitt álit að fækka eigi akreinum og torvelda þannig borgurunum einnig á þann hátt að komast leiðar sinnar.

Lækkun hámarkshraða óraunhæf rómantík

En á vef FÍB segir: „Í vikulegu fréttabréfi borgarstjórans í Reykjavík kemur fram að lækkun hraða innan borgarmarkanna geti skapað allt að 40% samdrátt í magni svifryks ef keyrt yrði á 30 km hraða í stað 50 km.

„Borgarstjóri vitnar m.a. í rannsókn Þrastar Þorsteinssonar, prófessors í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands, um áhrif hraða á mengun vegna umferðar, sem kynnt var í síðustu viku.

Í rannsókn Þrastar kemur fram að lækkun hámarkshraða yfir leyfilegt nagladekkjatímabil í Reykjavík, 1. nóvember til 15. apríl, gæti dregið verulega úr tilurð svifryks og um leið sliti gatna“.

Hvaða áhrif hefur þetta á almenna borgara?

Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, gerir alvarlegar athugasemdir við þessar einhliða hugmyndir um hraðalækkun í borgarlandinu í viðtali við morgunblaðið á mbl.is. Hann telur að það vanti inn í þessar hugmyndir borgarstjóra hvaða áhrif þetta hefði á daglegt líf borgara.

„Frágangur vinnusvæða í borgarlandinu er til háborinnar skammar miðað við framkvæmdir í miðju borgarumhverfi. Þar er mikill malarburður sem berst upp á götur í borgarlandinu,“ segir Runólfur.

Hann segir hvorki áhuga né vilja til staðar hjá borginni til að grípa til viðeigandi ráðstafana eins og gert er í nágrannalöndum okkar þar sem dregið er úr svifryki sem myndar eins konar setlög á götum borgarinnar.

„Auðvitað þyrla sérstaklega stóru bílarnir þessu ryki upp. Það sest síðan bara aftur á göturnar og svo tekur bara næsti bíll við,“ segir Runólfur

Hann segir hugmyndirnar sem nú eru viðraðar um lækkun umferðarhraða vera óraunsæja rómantík. ,,Enda hef­ur þetta aldrei verið borið undir borgarana. Það væri eðli­legt að bera þetta undir kosningar svo fólk hefði val.“

image

Hraði og mengun

Í greininni á vef FÍB kemur eftirfarandi einnig fram:

Svo mörg voru þau orð á vef FÍB og ég get tekið undir hvert og eitt þeirra.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is