Flottur rafdrifinn blæjubíll frá GM fyrir fjöldann

    • Var opinberaður fyrir bílasýninguna í Shanghai
    • Hann er byggður á einum mest selda rafbílnum í Kína

Wuling Hongguang MINIEV er einn heitasti sölubíll rafbíla í Kína. Þessi mjög ódýri borgarsmábíll fór í sölu í fyrrasumar fyrir miklum látum og nú er blæjuútgáfa á leið til bílasýningarinnar í Shanghai sem verður opin fyrir almenning frá 21. til 28. apríl næstkomandi.

Hongguang MINIEV Cabrio hugmyndabíllinn hefur fengið nokkrar sjónrænar breytingar frá fjögurra sæta bílnum sem hann er byggður á.

Ljósum að framan og aftan hefur verið skipt út fyrir tölvuleikjatengdar LED-einingar, sum opnu rýmin í stuðarunum og hurðunum hafa verið fylltir út með andstæðum litum og bíllinn er stærri og hann rúllar á stílhreinni sex-pílára felgum.

image

Að innan hefur skjárinn sem sýnir tækjabúnaðinn tvöfaldast á breiddina sem kemur fram fyrir aftan stýrið og alveg þangað sem snertiskjárinn væri venjulega.

Fjölvirkt stýri tekur við af látlausa tveggja arma stýri.

Vegna niðurfellanlegrar blæjunnar er ekki niðurfellanlegt aftursætið lengur til staðar og búið er að breyta Hongguang í persónulegan tveggja sæta bíl.

image

Hann er líka gífurlega sætur, lítur út eins og fjöldi nútíma japanskra kei bíla, sem er líklega sterk söluvara.

Bíllinn kemur einnig í skærum litum eins og ljósbláum, gulum og bleikum litum, einnig með litríku áklæði.

Sameiginlegt fyrirtæki SAIC og GM-Wuling var stofnað árið 2002. Kínverski bílarisinn SAIC á 50,1% hlut, GM á 44% hlut og Wuling á afganginn.

image

Þetta er bíllinn sem nýi blæjubíllinn er byggður á – MINIEV sem var frumsýndur í Kína í fyrra.

Þó að bíllinn sem sýndur er á bílasýningunni í Sjanghæ verði hugmyndabíll, þá fullyrða sumar vefsíður á kínversku, eins og Autohome.com.cn að blæjubíllinn sé ætlaður til framleiðslu.

(frétt á Autoblog – myndir frá Wuling Hongguang)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is