image

Halldór Kiljan Laxness. Mynd: Ullstein Bild.

Halldór Kiljan Laxness hafði gaman af fallegum bílum og eins og vel er þekkt átti hann afar fallegan Jaguar sem hann keypti nýjan í maí 1968.

Bíllinn er enn til og má sjá hann við Gljúfrastein, hús skáldsins, í Mosfellsdal á góðum sumardögum.

Til að gæta nákvæmni þá er umræddur bíll af gerðinni Jaguar 340 Saloon, með sex strokka línuvél, 3.4 lítra og skilar hún 210 hestöflum. Laxness átti bílinn í þrettán ár. Jóhann Gíslason tannlæknir keypti Jaguarinn af skáldinu árið 1981 og gerði hann upp og naut aðstoðar góðra vina við verkið. Nú á safnið að Gljúfrasteini bílinn.

Að sjálfsögðu fær stafsetning rithöfundarins að halda sér. Annað væri vanvirðing!

image

50 kílómetrar eknir eftir ropvatni

Í Innansveitarkroniku (útg. 1970) er að finna dásamlega lýsingu á fyrstu bifreiðunum sem komu til landsins og þótti höfundi þær ekki ýkja merkilegar. Segir í 19. kafla bókarinnar:

Ætli sunnudagsbíltúrarnir hafi verið svona? Fólk ýtandi gargönum upp brekkur í basli við þyngdarlögmálið! Það var greinilega þess virði að puða þessa 50 kílómetra eftir ropvatni - og svo til baka.

Laxness var húmoristi fram í fingurgóma og hafði einstakt lag á að segja söguna þannig að manni finnst maður hreinlega hafa verið á staðnum! Burtséð frá því hvort sögurnar eiga sér stoð í raunveruleikanum eður ei.

Fagurblár útblástur og fleira sem fylgir

Sagan heldur áfram af þessum fyrstu skrjóðum sem fjallað er um í Innansveitarkroniku Laxness:

Var nú maður sendur til bygða að reyna að kaupa bensín eða minstakosti fá lánaða steinolíu.

Einn svona ford í skemtiferð til Þingvalla, og blár reykur afturúr, gerði meiri hávaða en samanlagðar fordverksmiðjurnar í Detroit.

image

Prúðbúinn Laxness á spjalli við prúðbúna menn. Skjáskot/Kvikmyndasafn

Eins og hver önnur veltandi dós

Í Brekkukotsannál (útg. 1957) er sagt frá Runólfi Jónssyni sem venjulega var drukkinn fjórum sinnum á ári og fékk sér þá rækilega í staupinu því í hvert skipti var hann drukkinn í nokkrar vikur í senn. Lét hann ekki sjá sig á bænum meðan á túrum stóð og kom ekki heim fyrr en runnið var af honum. Þá var útgangurinn á Runólfi slíkur að best hefði sennilega verið að skutla manninum gegnum bílaþvottastöð nokkrum sinnum.

Hefði Páll postuli átt jeppa

Þó svo að margir hafi lesið helstu bækur Nóbelsskáldsins þá gæti verið að fjölmargir kannist líka við kvikmyndir byggðar á þeim. Ber þar helst að nefna Kristnihald undir jökli, en árið 1989 kom myndin út í leikstjórn Guðnýjar Halldórsdóttur (dóttur skáldsins).

Siggi Sigurjóns, Helgi Skúlason, Margrét Helga Jóhannsdóttir, Kristbjörg Kjeld og fleiri frábærir leikarar gerðu myndina ógleymanlega og fyrir vikið tengdu fleiri við bókina Kristnihald undir jökli (útg. 1968).

Hér stingum við okkur niður í áttunda kafla bókarinnar, sem einmitt er sú fyrsta sem ég las eftir Laxness. Ég var bara krakkaormur þegar ég las hana. Kannski níu ára. Ástæðan var sú að föðuramma mín hafði sagt mér að sögusvið bókarinnar væri Snæfellsnesið og ég var hugfangin af „nesinu“. Þannig byrjaði það nú!

Óvenjuleg nálgun en vissulega skemmtileg tilhugsun að vippa öllum þessum postulum bara upp í jeppa! Þá hefði nú gengið töluvert hraðar fyrir sig að boða fagnaðarerindið.

Hvernig tala skal við bílstjóra átján hjóla trukks

Hvort sem þið, lesendur góðir kannist við sögurnar og bækurnar eður ei, þá breytir það því ekki að Laxness sagði frá bílum á skemmtilegan og hnyttinn hátt!

Jú, og hér er vel við hæfi að sjá Ladda í hlutverki Jódínusar (sem vitnað var í hér fyrir ofan) og Sigga Sigurjóns í hlutverki Umba:

Góðar stundir!

[Birtist fyrst í mars 2021]

Hafðir þú gaman af þessari grein? Þá gætir þú haft áhuga á:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is