Á breskur bílaiðnaður möguleika eftir Brexit?

Enn er ekki séð fyrir endann á því hvað gerist þegar Bretar ganga úr Evrópusambandinu um áramótin, samningaviðræður eru ýmist sagðar vera í gangi eða komnar í strand og algerlega óljóst varðandi fríverslunarsamning.

Boris Johnson forsætisráðherra Bretlands slær líka úr og í þannig að næstu vikur munu verða fráoðlegar svo ekki sé meira sagt.

Sumir bílaframleiðendur í Bretlandi - sérstaklega japanskir - gætu lent í útflutningsgjöldum með eða án Brexit fríverslunarsamnings við Evrópusambandið (ESB).

Það er hin áþreifanlega staða sem steðjar að sumum hlutum bílaiðnaðarins eftir að ESB hafnaði (frekar á óvart) breskum rökum um að íhlutir frá Japan sem notaðir voru við að setja saman bíla í Bretlandi ættu að teljast breskir.

Í nýlegu bréfi frá Brexit samningamanni Bretlands, David Frost, til Samtaka framleiðenda og seljenda bíla (SMMT) segir að þessari hugmynd hafi verið hafnað í viðskiptaviðræðum: „Framkvæmdastjórnin hefur gert ljóst að hún mun ekki samþykkja uppsöfnun þriðja lands í neinum aðstæðum, sem við sjáum eftir, en vitanlega getum ekki staðið á“.

image

Talið er að Frost hafi einnig sagt SMMT að ESB hafi einnig hafnað beiðni Bretlands um að rafbílar og rafhlöður verði meðhöndlað með mildum hætti samkvæmt upprunakerfinu ef meirihluti íhluta kemur annars staðar frá.

Breska bílaiðnaðurinn hefur verið að færa rök fyrir því sem kallað er „þriðja land“ eða „ská“ uppsöfnun þar sem íhlutir sem fara í samsett ökutæki (bíla, létta atvinnubíla og flutningabílar) sem fengnir eru í löndum utan ESB myndu teljast breskir samkvæmt „reglum um reglur um uppruna sem eiga við ef fríverslunarsamningur er gerður.

Aðlögun breskra bílaverksmiðja til eingöngu innlendrar framleiðslu væri aðeins til skoðunar ef tollar væru teknir upp - núverandi fyrirkomulag yfir landamæri við ESB, sem gengur vel í dag, er of arðbært til að endurtaka það með verksmiðjum eingöngu í Bretlandi.

image

En í dag er þetta allt í óvissu. Honda mun vera á leið með sínar verksmiðjur frá Bretlandi hvernig sem þessar Brexit-umræður fara.

Með tímanum er Nissan betur í stakk búinn með „annan uppruna íhluta“ innan ESB í gegnum bandalag sitt við Renault, svo þetta er að væntanlega áhyggjuefni fyrir Toyota, sem flytur inn mikið af tvinntækni sinni frá Japan.

Svo í dag er staðan sú að við verðum bara að bíða og sjá!

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is