Skoðum bremsurnar áður en við höldum af stað með eftirvagn

    • Lítill tjaldvagn getur gert sitt til að klára bremsuklossana

image

Hér í þessu tilfelli voru bremsuklossarnir að aftan búnir og hefðu ekki gert mikið gagn í ferðalagi með tjaldvagn eða svipaðan eftirvagn í drætti.

Núna gengur ein mesta ferðahelgi ársins í garð og margir leggja upp með eftirvagna í eftirdragi. Allir stærri vagnar eru með sitt eigið hemlakerfi sem grípur inn um leið og bíllinn hemlar. Minni vagnar eins og tjaldvagnar eru flestir án eigin hemla, og þá þarf að reiða sig alfarið á bremsur bílsins.

Frétti nýleg af einu slíku dæmi þar sem brattar brekkur yfir Ódrjúgsháls og Hjallaháls á Barðaströndinni gerðu sitt til að klára hemlaklossana á öflugum jeppa með aðeins minnstu gerð af tjaldvagni í eftirdragi.

Ef minnsti vafi er á ástandi hemlanna á bílnum er betra að láta skoða þá áður en lagt er upp, því það er dýrt að eyðileggja hemladiska, ódýrara að kaupa nýja klossa og skipta um.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is