Jaguar I-Pace bílar notaðir til að prófa þráðlausa hleðslu leigubifreiða

    • Breska fyrirtækið lætur í té 25 rafbíla til notkunar í þráðlausri hleðsluprófun í Ósló

image

Hvernig þráðlausa hleðslukerfið virkar: Hleðsluplatan sjálf er undir yfirborði jarðar, en bíllinn er síðan með „móttökuplötu“ á botninum sem flytur spanorkuna með segulafli yfir til rafhlöðu bílsins á meðan bíllinn er kyrrstæður beint yfir hleðsluplötunni.

Floti 25 Jaguar I-Pace rafbíla verður notaður sem leigubílar í Osló í Noregi til að prófa nýtt þráðlaust hleðslukerfi.

Norska höfuðborgin hefur sett af stað frumkvæði sem kallast „ElectriCity“ sem felur í sér markmiðið að gera leigubifreiðakerfi sitt losunarlaust árið 2024. Sem hluti af kerfinu eru tæknifyrirtækið Momentum Dynamics og hleðslufyrirtækið Fortnum Recharge að setja upp fjölda öflugra þráðlausra hleðslustöðva fyrir leigubíla.

Segja bílinn hannaðan fyrir þráðlausa hleðslu

Jaguar Land Rover mun afhenda 25 I-Pace bíla til leigubílafyrirtækisins Cabonline í Ósló og segir nýlega uppfærða rafbílinn „hafa verið hannaðan til að notkun á þráðlausa hleðslukerfi Momentum Dynamic mögulega." Verkfræðingar frá breska fyrirtækinu hafa tekið þátt í prófunum á hleðslukerfinu.

image

Þráðlausa hleðslukerfið samanstendur af fjölda hleðsluspjalda, sem hver um sig er með 50-75kW afli, sem settir eru upp undir jörðu við ýmsa brottfarar- og tökustað fyrir farþega eins og biðstöðvar leigubíla. Því er haldið fram að sjálfvirka virkjunarkerfið veiti milli sex og átta mínútur af orku fyrir hverja hleðslu allt að 50kW.

Með því að setja hleðslutæki á staði þar sem leigubílar standa oft í biðröð fyrir farþega fjarlægir það þörf ökumanna að taka frá tíma fyrir hleðslu á vinnutíma og gerir það kleift að fylla á hleðsluna reglulega yfir daginn - lengir þann tíma sem þeir geta hugsanlega verið áfram í vinnu.

Ralf Speth, stjórnandi Jaguar Land Rover, sagði: „Leigubílaiðnaðurinn er kjörinn til prófunar á þráðlausri hleðslu og raunar fyrir rafmagnsfarartæki sem aka mikið. Í eðli sínu mun öruggur, orkunýtinn og orkumikill þráðlaus hleðslupallur reynast mikilvægur fyrir flota rafbíla þar sem innviðirnir eru skilvirkari en að fylla eldsneyti á venjulegt ökutæki.“

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is