Rafbílarnir sækja líka á í Ameríku

Tesla Model 3 hefur selst mun betur en mun ódýrari Honda Civic og er núna söluhæsti fólksbíll Kaliforníu á fyrsta ársfjórðungi 2020.

image

Á fyrstu þremur mánuðum ársins hefur Tesla aukið hlutdeild sína í Kaliforníu, samkvæmt skráningargögnum.

Í vikunni sendu samtök umboðsaðila nýrra bíla í Kaliforníu út ársfjórðungslega skýrslu sína fyrir fyrsta ársfjórðung og hún sýnir að Tesla Model 3 seldist betur en Honda Civic og náði því að verða söluhæsti fólksbíll ríkisins, óháð því á hvaða hluta markaðarins er horft.

Samtök söluaðila nýrra bíla í Kaliforníu flokka Tesla Model 3 sem „nærri lúxus“ bifreið.

Model 3 er í fremstu röð og selst betur en allair keppinautarnis samanlagt. Þar með hefur hann haft betur gagnvart söluhæstu bílum eins og Honda Civic og Toyota Camry:

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is