Reiknað er með að Nissan muni hætta með Datsun

YOKOHAMA, Japan - Nissan mun líklega leggja vörumerkinu Datsun, hætta með vörur sem ekki skila hagnaði og loka fjölda samsetningarverksmiðja um allan heim þar sem þeir eru að reyna að auka hagnaðinn með því að gera fyrirtækið minna að því að fram kemur í frétt á vef Automotive News.

image

Nissan hefur verið á fullir ferð að lagfæra reksturinn eftir mikil vandræði sem fylgdu handtöku forstjóra Nissan Carlos Ghosn, sem var handtekinn fyrir fjársvik - ákærur sem hann neitar.

Hneykslið hefur þrengt enn frekar að samstarfinu við Renault og komið Nissan í þá stöðu að vera  með lægsta rekstrarhagnað sinn í 11 ár.

Gamalgróið merki

Upprunaleg framleiðslu á Datsun hófst árið 1931. Frá 1958 til 1986 voru aðeins bifreiðar, sem Nissan flutti út, auðkenndar sem Datsun. Árið 1986 hafði Nissan lagt Datsun-nafnið til hliðar, en sett það aftur af stað í júní 2013 sem vörumerki fyrir ódýrari ökutæki sem framleidd eru fyrir vaxandi markaði.

„Datsun kom fótunum undir fyrirtækið“

En Datsun-merkið var líka vel þetta hér á Íslandi. Ingvar Helagson flutti inn bíla frá Japan með þessu merki um árabil og eitt sinn þegar sá sem þetta skrifar var á spjalli við Ingvar þá sagði hann: „Datsun var merkið sem kom fótunum undir þetta fyrirtæki“.

Ingvar ætlaði aldrei að taka umboðið fyrir Datsun á sínum tíma. British Leyland var búið að bjóða honum að taka við umboði fyrir þeirra bíla. Málið dróst þó hjá þeim og á þeim tíma hafði Datsun umboöið í Danmörku hafði hins vegar fengið umboð fyrir ísland.

Forstjóri Datsun í Danmörku var góður kunningi Ingvars. Hann hafði áður flutt inn austur-þýska bíla til Danmerkur og þeir höfðu kynnst í Austur-Þýzkalandi. Hann bað Ingvar að finna fyrir sig umboðsmann á íslandi, eftir að hann hafði afþakkað umboðið sjálfur.

Ingvar viðurkenndi oft að hann hafi ekki verið ýkja hrifinn af Datsun og hafði enga trú á því að það væri hægt fyrir Japani að senda bíl alla þessa vegalengd frá Japan til Evrópu og selja í samkeppni við evrópska framleiðendur.

En Ingvari gekk vel að sannfæra Íslendinga að þeir ættu að kaupa bíl frá Japan. Salan gekk strax mjög vel. Byrjað á aðeins einni tegund, dísilbíl fyrir leigubílstjóra, og á fyrsta árinu seldust á annað hundrað bíla. Í kjölfarið hófst innflutningur á minni bílum og allir þekkja söguna frá þeim tíma.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is