MG mun setja tvo rafbíla á markað í Evrópu á næsta ári

Gamla góða bílamerkið MG, sem einu sinni var frægt merk fyrri breska sportbíla, er nú komið í eigu kínverskra aðila. Ekki hafði mikið heyrst til þeirra fyrr en þeir gerðu „innrás“ á Evrópumarkað með litla rafbílnum ZS, sem var kynntur hér á landi hjá BL í júní á þessu ári.

Síðar tilkynnti MG um komu tengitvinnbílsins HS í september síðastliðnum, en sá bíll er væntanlegur á Evrópumarkað á fyrsta ársfjórðungi 2021.

MG Motor mun setja tvo nýja rafknúna bíla á markað í Evrópu þar á meðal „flaggskip“ sportjeppa á næsta ári þar sem kínverska vörumerkið notar rafvæðingu til að ýta bílunum inn á fleiri markaði.

Á næsta ári mun vörumerkið kynna nýjan rafknúinn sportjeppa auk annars rafbíls, sagði Lei. „Eftir að hafa hleypt af stokkunum ZS EV og ESH tengitvinnbílnum erum við að byggja vandlega upp framboð okkar í Evrópu,“ sagði hann.

image

MG sýndi bílana tvo undir yfirbreiðslu í kynningu 7. desember.

Flaggskip sportjeppans  „sýnir hvað vörumerkið er fært um að gera, ekki aðeins hvað varðar tækni og afköst, heldur einnig hönnun," sagði Lei.

Búist er við að bíllinn verði MG-útgáfa af Marvel X meðalstórum sportjeppa frá systurmerki MG í Kína, Roewe.

image

Talið er að flaggskip MG verði svipað Marvel-sportjeppanum frá systurfyrirtækinu Roewe í Kína.

Marvel X er fáanlegur með fjórhjóladrifi sem er með tveimur mótorum til að gefa honum hröðun frá 0 til 100 km/klst á 4,8 sekúndum, sagði Roewe á vefsíðu sinni. Bíillinn er með 52 kílóvattstunda rafhlöðu og drægi um 370 km samkvæmt NEDC prófunarkerfinu, þó að evrópskar gerðir gætu verið með stærri rafhlöðu. Gerðin með drifi á afturhjólum er lengra aksturssvið, eða um 403 km.

Hinn rafbíllinn er minni og lægri og leit út eins og hærri gerð stationbíls undir ábreiðunni.

Lei gaf til kynna að það væri enginn keppinautur eins og er. „Sá neðri er einstakur í sínum flokki og sýnir að vellíðan í notkun, skilvirkni og hreyfanleiki án losunar fara vel saman,“ sagði hann. „Við munum vera virk í rafbílum í stærðarflokkum sem keppinautar hafa ekki einu sinni kannað.“

(Automotive News Europe)

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is