PSA-samsteypan eykur framboð sitt á rafdrifnum sendibílum

PSA-samsteypan, en hún nær yfir vörumerkin, Peugeot, Citroen, DS, Opel og Vauxhall, mun setja útgáfur af litlum sendibílum sem aðeins nota rafmagn frá rafhlöðum á næsta ári með tvö aksturssvið í boði.

Til nota í borgarumhverfi

PSA stefnir á not á sendibílunum í afhendingu rafrænna viðskipta í borgum. Markaður fyrir rafbíla er áfram lítill í Evrópu, þar sem dísilvélin er nánast alsráðandi afl. Sérfræðingar spá verulegri breytingu um mitt ár 2020, þegar losun reglugerða verða hertar, og fleiri sveitarfélög takmarka dísilbíla í viðleitni til að draga úr staðbundinni svifryksmengun.

image

Xavier Peugeot, forstöðumaður viðskipta PSA Group í léttum viðskiptabifreiðum, sagði í fréttatilkynningu að allir sendibílar PSA verði með rafútgáfur fyrir árið 2021.

Stærstu sendibifreiðar hópsins - Peugeot Boxer og Citroen Jumper - er breytt í rafmagn með tyrkneskum samstarfsaðila. Bílar frá Peugeot, Citroen og Opel / Vauxhall munu fá rafknúnar drifrásir árið 2021.

200 eða 300 km aksturssvið á rafmagni

Bílarnir eru smíðaðir á EMP2 grunni PSA Group, sem var hannaður til að nota annaðhvort drifrásir með rafmagi eða brunavél. Þeir verða fáanlegir á bilinu með 200 km akstursdrægni, með 50 kílóvattstunda rafhlöðu; og 300 km, með 75 kWh rafhlöðu, samkvæmt WLTP losunarreglum.

Renault er markaðsleiðandi í sölu á rafdrifnum sendbílum með um 46 prósent markaðarins árið 2018. Renault Kangoo ZE var söluhæstur á síðasta ári og var fjöldinn á evrópumarkaði um 8.800 bílar.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is