Eclipse Cross kemur í stað Outlander

    • Mitusbishi Outlander PHEV verður áfram í sölu á Íslandi á næsta ári
    • Nýr bíll - Eclipse Cross PHEV kemur sem arftaki á Íslandsmarkað, væntanlega um eða eftir mitt sumar 2021

Aðdáendum Mitsubishi brá í brún á liðnu sumri þegar fréttir komu fram um það að Mitsubishi myndi draga úr framboði sínu á Evrópumarkaði og hafa minni viðveru í Evrópu þar sem fyrirtækið endurstillir heimsmarkaði sína til að draga úr kostnaði í kjölfar faraldurs kórónavírus.

Mitusbishi Outlander PHEV verður áfram í sölu á Íslandi

En aðdáendur Outlander PHEV á Íslandi geta haldið gleði sinni, því bíllinn verðu áfram í sölu hér á landi á næsta ári, en það staðfestir Friðbert Friðbertsson forstjóri Heklu.

„Staðan hjá okkur núna er að Outlander PHEV verður áfram í sölu hér á landi, hið minnsta á næsta ári“, segir Friðbert, og bætti við „Outlander PHEV hefur verið vinsælasti tengitvinnbíllinn á Íslandi frá árinu 2016. Einnig mest seldi bíll ársins 2016 til 2019.“

image

Mitsubishi Outlander hefur átta að fagna góðu gengi hér á landi og tengitvinnbíllinn er mest selda farartækið með þessari tækni í Evrópu.

Varðandi þá frétt hér á vefnum á liðnu sumri að Mitsubishi hefði uppi áform um að skipta út Outlander PHEV sportjeppanum sínum með nýrri gerð, segir Friðbert:

„Ég get staðfest að við munum í framhaldinu fá nýjan bíl, Eclipse Cross PHEV, í staðinn inn á markaðinn hér sem arftaka Outlander PHEV, en þessa stundina vitum við ekki nákvæmlega hvenær það verður, en reiknum jafnvel með því að það geti verið um eða eftir mitt næsta sumar.

image

Mitsubishi Eclipse Cross PHEV.

Óvissu eytt líka í Noregi

Mitsubishi Outlander hefur verið einn söluhæsti sportjeppa Noregs í mörg ár, enda eru rafbílar mjög vinsælir þar í landi. Innflytjandi Mitsubishi í Noregi varð fyrir miklu áfalli þegar framleiðandinn tilkynnti í haust að þeir myndu draga sig út úr Evrópu og hætta að selja einn vinsælasta sportjeppa Noregs, Outlander PHEV. En nú eru brosin komin á sinn stað.

Terje Ringen hjá vefnum Bilnorge.no upplýsir okkur um að á mettíma létu evrópskir innflytjendur japanska fyrirtækið snúa spilunum við. Hinn vinsæli Outlander hverfur af markaði en nútímabíll kemur inn sem tekur við arfinum.

Eclipse Cross kemur í stað Outlander

Eclipse Cross var settur á markað í tengslum við 100 ára afmæli Mitsubishi Motors árið 2017 en aðeins með dísil- og bensínvélum. Þannig útbúinn heppnaðist markaðssetning hans ekki í Noregi þar sem aðeins endurhlaðanlegir blendingar og rafbílar eru efstir í sölu.

image

Frá árinu 2018, samkvæmt norsku skráningarstofunni, hafa aðeins 363 nýir Eclipse Cross verið skráðir á norsk númer. Á sama tímabili voru alls 12.371 Outlander PHEV skráðir. Sá síðastnefndi hefur verið meðal söluhæstu sportjeppa Noregs um árabil og er efstur í tölfræði yfir endurhlaðanlega blendinga

En nú er lausnin sem mun leiða Eclipse Cross hátt í sölutölum – bílnum hefur verið hleypt af stokkunum í nýrri útgáfu, og þá sem endurhlaðanlegur tvinnbíll með fjórhjóladrifi - samsetningin sem hefur gert Outlander PHEV að góðum sölubíl í Noregi.

Eclipse Cross hefur fengið breytt tveggja mótora 4WD PHEV kerfi frá Outlander PHEV. Þessi samsetning samanstendur af tveimur öflugum rafmótorum, einum að framan og einum að aftan, rafhlöðu sem er 13,8 kWt og 2,4 lítra MIVEC bensínvél.

Að öllu samanlögðu, samkvæmt Mitsubishi, veitir þetta hraða, hljóðláta og öfluga hröðun og gott viðbragð og góða. Aksturssvið á rafmagni er gefið upp 45 kílómetrar samkvæmt WLTP, svipað og fráfarandi Outlander PHEV.

Enn skilvirkari en Outlander

Samkvæmt Mitsubishi er S-AWC (fjórhjóladrifskerfið) í bílnum, með vandaðan búnað og fínstillta fjöðrun að framan og aftan, og gerir bílinn enn skilvirkari en í Outlander og útkoman er bætt og nákvæm meðhöndlun.

image
image
image
image

Í viðtali við BilNytt.no segir innflytjandi Mitsubishi í Noregi að Eclipse Cross PHEV muni koma til Noregs snemma árs 2021 og að þeir ætli að selja 2400 bíla á árinu. Að auki eiga þeir eftir nokkra Outlander PHEV sem á eftir að selja.

Það sem af er árinu 2020 hafa 3143 nýir Outlander PHEV-bílar verið skráðir í Noregi og er bíllinn langmest seldi endurhlaðanlegi tvinnbíllinn í Noregi og sjötti mest seldi sportjeppinn óháð drifrás.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is