Volvo og Geely sameina vélaframleiðslu

Volvo Cars og Geely ætla að sameina núverandi framleiðslu á brunahreyfivél sínum í sjálfstætt fyrirtæki til að koma á fót nýjum alþjóðlegum birgi sem mun leitast við að þróa næstu kynslóðir brunahreyfla og tvinnhreyfla tækni.

image

Fyrirhugað er að hið nýja fyrirtæki mun ryðja brautina fyrir Volvo Cars að einbeita sér að þróun rafmagnsvæddum lúxus bílum. Volvo Cars hyggist byggja upp algerlega rafvætt vöruúrval, sem er hluti af metnaði fyrirtækisins til að byggja upp sjálfbærni í kjarna starfseminnar. Um miðjan næsta áratug gerir Volvo ráð fyrir að helmingur sölu á heimsvísu verði að fullu rafmagnsknúnir bílar og hinn helmingurinn tvinntæknihreyflar frá nýju einingunni.

image

Fyrir Geely hefur fyrirhugaður samruni nýrrar einingar að Geely hefur nú aðgang að tæknilega háþróaðum og skilvirkum brunahreyflum og tvinntækni til reiðu fyrir Geely Auto, Proton, Lotus, LEVC og LYNK & CO. Hið nýja fyrirtæki gæti einnig selt vélar sínar til þriðja aðila og gefur það ný tækifæri til vaxtar og sölu.

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is