Vision EQS er sýn Mercedes Benz á sjálfkeyrandi rafmagnsbíla

image

Hönnun Vision EQS skiptir bifreiðinni upp í efri og neðri helming sem er aðskilinn með tveggja tóna litasamsetningu. Gluggahlutinn er eins og hálfmáni í svörtu sem nær yfir efri hluta bílsins og gefur honum sem hönnuðir kalla „eins boga“ hlutföll

image

Enn á ný lítum við til IAA – alþjóðlegu bílasýningarinnar í Frankfurt og enn er það hugmyndabíll - Mercedes Vision EQS - sem sýnir hugmyndir vörumerkisins um hvernig, sjálfkeyrandi lúxus fólksbíll með núllútblástur gæti litið út í ekki of fjarlægri framtíð.

Mikið afl

Bíllinn er knúinn af rafmótor á hverjum öxli sem saman framleiða 350 kílóvött afköst og gríðarlegt tog, eða 760 Newton metra, og hröðun EQS frá 0 í 100 km frá kyrrstöðu er innan við 4,5 sekúndur.

image

Hugmyndabíllinn getur notað öflugustu hraðhleðslustöðvar sem eru til og endurnýjað hleðslu rafhlöðunnar með 350 kílówöttum, á tíma sem tekur innan við 20 mínútur.

image
image

Vision EQS er einnig fær um að stjórna stigi 3 „handfrjálsum“ sjálfkeyrandi akstri á þjóðvegum og hægt er að uppfæra hann í fulla sjálfstjórn með viðbættum skynjurum.

Ljósdíóður (LED) skipta hér miklu máli

Nýtt útlit á grilli notar samtals 940 einstakar ljósdíóður sem stjórnað er af 188 aðskildum rafrásum til að gefa framendanum þrívíddaráhrif. Sem framljós er Vision EQS með tvær linsueiningar á hvorri hlið sem hægt er að snúa á við vel yfir 2.000 snúninga á mínútu til að búa til „heilmyndarútlit“ sem Daimler hefur kallað „Stafrænt ljós“.

image

Hver af 500 LED-perunum sem er minna en einn millímetar að lengd eru virkjaðar með aðskildum hætti og geta snúist á þremur mismunandi stigum til að framleiða fljótandi „þrívíddarsýn“, að því er fram kemur hjá Mercedes.

image
image

Vision EQS skortir einnig hefðbundin afturljós, sem venulega eru á svona bílum, en notar í stað þess „ljósbelti“ sem umkringir bílinn og samanstendur af litlum Mercedes stjörnum að aftan sem notuð eru til að gefa stefnumerki.

image

Mælaborðið, miðjustokkurinn og armpúðar sameinast í einn flæðandi þátt sem gefur vísbendingu um framtíðarstíl Mercedes hvað varðar lúxusfólksbíla.

image

Gert er ráð fyrir að framleiðsluútgáfa af EQS verði smíðuð í verksmiðju Daimler 56 í Sindelfingen, fyrstu kolefnishlutlausu verksmiðjunni í Þýskalandi.

image
image
image
image
image
Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is