Suzuki þróar Jimny enn frekar

Við höfum fjallað um Jimny-jeppann frá Suzuki hér á vefnum bæði í fréttum og með reynsluakstri en á bílasýningunni í Tókýó sem verður haldin 11. til 13. janúar næstkomandi mun Suzuki kynna tvær nýjar hugmyndir byggðar á Suzuki Jimny jeppanum. Þetta eru hugmyndir að nýrri útfærslu á þessum nýja jeppa og engar upplýsingar eru tiltækar um hvort þeir muni framleiða þessa bíla.

image

Núverandi gerð Suzuki Jimny

Suzuki Jimny Pick Up Style

Sá fyrri af þessum er kallaður „Suzuki Jimny Pick Up Style“. Hugmyndin byggist á Jimmy Sierra búnaðarstigi og kemur aftur með einstakt gamalkunnugt útlit. Þetta má sjá með nýju grillinu, viðarklæðninu á hliðum og hvítum stálfelgum með stálhjólkoppum. Aðrar áberandi breytingar eru sérstök gulllituð áferð á málningu, aukin veghæð, LED-ljóskastarar á þaki og stuðarar úr stáli með dráttarkrókum. Þessi hugmyndabíll virðist fanga kjarna fyrstu torfærujeppanna og líkist að mörgu leyti Toyota Land Cruiser FJ40.

image

Suzuki Jimny Pick Up Style

Jimny Survive hugmyndabíll

Hinn er „Jimny Survive“-hugmyndabíll. Þetta er alvöru „off-roader“ og er kominn með grindur til hlífðar ljósum, undirvagnsvörn úr stálplötum að frama og aftan, dráttarkróka og spil. Það er einnig stór þakgrind sem er búin stálplötum fyrir akstur í torfærum. Toppgrindin virkar einnig sem veltibúr. Aðrar viðbætur eru belgmeiri hjólbarðar og hækkuð veghæð.

image

Jimny Survive hugmyndabíll

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is