Renault endurnýjar minni sendibílana

image

Renault hefur kynnt hugmyndum næstu kynslóð sendibíl sem byggður er á Kangoo, og sem koma mun á markað ánæsta ári.

Renault er aðtaka til í framboði sínu á minni sendibílum og vonast til að byggja á forystu sinniá markaði sendibíla í Evrópu.

Renault segir aðþað sé söluhæsta vörumerkið í Evrópu, með markaðshlutdeild 14,6% árið 2018; Þaðer næststærsta vörumerki minni bíla á atvinnumarkaði á eftir Ford, sem leiðir íflokki minni pallbíla með Ranger, samkvæmt tölum frá JATO Dynamics . Renault komí kjölfar Ford með 40.000 bíla sölu en Ford seldi yfir 50.000 Ranger á meðanRenault selur nánast engin pallbíla.

Þetta vargríðarstórt ár," sagði Thierry Plantegenest, sölu- og markaðsstjóriRenault, í þessari viku, í tæknimiðstöð Renault rétt fyrir utan París. Tekjurvoru 10 milljarðar evra árið 2018, samanborið við 6,8 milljarða evra árið 2013;Renault gefur ekki upp framlegðarmörk fyrir bíla sína, en sérfræðingar hafasagt að framlegð á sendibílum geti verið á bilinu 8 prósent í 13 prósent, semer sambærilegt við „crossover“-bíla eða jeppa.

Í Kína verður sjöminni atvinnubílum hleypt af stokkunum á árinu 2022, þar á meðal rafdrifinsendibíll undir merkjum Renault. Árið 2022 munu allir sendibílar Renault verafáanlegir í rafmagnsútgáfu, með rafknúnum Trafic sem kemur þá á markað samhliðaKangoo og Master sem eru þegar á markaðnum. Le Vot sagði að hann myndi búastvið að 10 prósent til 15 prósent af sölu á næstu kynslóð Kangoo yrði með rafmagni.

Master með djarfara útlit

Stærsti bíllinnfrá Renault, Master, hefur fengið meira áberandi framenda með ljósabúnaði semer meira í stíl við bandaríska pallbíla, sagði Laurens van den Acker,framkvæmdastjóri Renault Group, stjórnarformaður fyrirtækisins. Master hefureinnig fengið hærra vélarhús - afleiðing nýrrar 2,3 lítra dísilvélar til aðmæta WLTP vottun, sem krafist er á öllum léttum atvinnubílum frá og með 1.september á þessu ári. Aðrir eiginleikar eru með meira innra geymslurými ogstöðugleiki í hliðarvindi sem Renault segir geta sjálfkrafa leiðrétt allt að 50prósent af hreyfingu til hliðar í erfiðustu vindhviðum.

image

Renault Master er kominn meðmeira áberandi útlit á framenda og ýmsar aðrar endurbætur.

Minni útgáfaMaster, Renault, Trafic, fær sömu meðferð á framendanum og skilvirkari 2,0lítra dísilvélar. Vonast er til að SpaceClass-farþegaútgáfa muni ná inn ávaxandi markað fyrir skutlur fyrir hótel og flugvelli, með aftursæti ogleikjatölvur sem eru hannaðar af Mercedes fyrir Vito farþegabíla þeirra.

image

Minni háttar útlitsbreytinger á Renault Traffic

Við reynsluökum bílum, tökum viðtöl, skrifum greinar og fjöllum um bíla á óhlutdrægan hátt. Umferð, öryggi, vegir, tryggingamál og allt annað sem tengist bílum og umferð. www.bilablogg.is